Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:10 Erla Bolladóttir. Vísir/Baldur Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira