Lögreglufulltrúinn fær lægri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 15:34 Hæstiréttur er harðorður í garð lögreglustjóra í dómi sínum. Fréttablaðið/Anton Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira