Lögreglufulltrúinn fær lægri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 15:34 Hæstiréttur er harðorður í garð lögreglustjóra í dómi sínum. Fréttablaðið/Anton Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira