Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 07:25 Árásir þriggja vestrænna ríkja beindust að getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. Vísir/AFP Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21