Erlent

Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela

Sylvía Hall skrifar
Ólíklegt er að Nicolas Maduro nái ekki endurkjöri í dag.
Ólíklegt er að Nicolas Maduro nái ekki endurkjöri í dag. Vísir/Getty
Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn.

Forsetinn hefur þótt umdeildur í landinu og hefur stjórnartíð hans einkennst af mótmælum og hefur verið mikið um verðbólgu og vöruskort í landinu. Maduro tók við embættinu af Hugo Chavez árið 2013.

Stjórnarandstaðan hefur neitað að taka þátt í kosningunum og segir allar líkur vera á kosningasvindli sem muni tryggja Maduro embættið á nýjan leik. Þrátt fyrir að stjórnarandstaðan sniðgangi kosningarnar eru nokkrir mótframbjóðendur, en enginn er talinn eiga möguleika á sigri gegn forsetanum.

Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í desember, en þingið samþykkti að flýta kosningunum um hálft ár. Meirihluti þingsins er hliðhollur Maduro og er staða hans talin vera sterk þrátt fyrir ástandið í landinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.