Aldrei meiri spenna um Íslandsmeistaratitla í rallakstri Bragi Þórðarson skrifar 21. september 2018 21:00 mynd/aðsend/sæmilegar myndir Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is. Aðrar íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira