„Þetta er spurning um fullkomnun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:22 Valgerður Sigfinnsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir mynd/kristinn arason Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir. Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum