Ferðamenn felmtri slegnir vegna lundaáts á veitingahúsum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2018 14:08 Páll Ásgeir hyggst mæla með því við ferðamenn að þeir sniðgangi þá staði þar sem lundi er á matseðlinum. En, það á við um Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, staði Hrefnu Sætran. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira