Opna listasmiðju fyrir þá sem hafa glímt við fíkn Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 10:00 Málefni þeirra sem hafa barist við fíknisjúkdóma eru Lárusi og Sævari hugleikin. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“ Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“
Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira