Opna listasmiðju fyrir þá sem hafa glímt við fíkn Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 10:00 Málefni þeirra sem hafa barist við fíknisjúkdóma eru Lárusi og Sævari hugleikin. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“ Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira