Opna listasmiðju fyrir þá sem hafa glímt við fíkn Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 10:00 Málefni þeirra sem hafa barist við fíknisjúkdóma eru Lárusi og Sævari hugleikin. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“ Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“
Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið