Fólk sem varð fyrir tjóni á Austurlandi hvatt til að hafa samband Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Tjón sem varð í aur- og vatnsflóðunum á Austurlandi á föstudagskvöld hleypur á tugum milljónum. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands fóru austur í dag til að meta tjón á fasteignum en búist er við að heildarmati verði lokið á næstu tveimur til þremur vikum. Skemmdirnar eftir útkomuna sem olli aur- og vatnsflóðum á Austurlandi á föstudagskvöld eru óðum að koma í ljós. Flóðin féllu á Eskifirði og Seyðisfirði og varð tjón á um fjörutíu stöðum á svæðinu, þó mest á Seyðisfirði. „Við erum búnir að vera fylgjast með ástandinu síðan á föstudagskvöldið þegar atburðirnir hófust og nú er svona farið að róast yfir svæðinu og við erum búnir að koma hér í morgun til þess að kynna okkur betur aðstæður,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands. Jón Örvar segir útlitið ekki hafa verið gott á föstudagskvöld þegar aur- og vatnsflóðin fóru af stað. „Okkur leist satt best að segja ekki mjög vel á stöðuna. Það var gríðarleg úrkoma og geysilegir vatnavextir í öllum ám og lækjum og það er eiginlega eins og við séum komin á annan stað núna miðað við það sem þá var,“ segir Jón Örvar. Fulltrúar Viðlagatryggingar hafa þegar hafið störf á svæðinu og munu meta tjón á fasteignum og vátryggðu lausafé á að minnsta kosti helmingi þeirra staða þar sem tjón varð. Jón Örvar segir að matið muni ganga hratt fyrir sig og muni ljúka í þessari viku. „Okkur vantar reyndar enn þá einhverjar tilkynningar til okkar frá fólki sem hefur orðið fyrir tjóni og viljum hvetja þá til þess að tilkynna tjónið á vidlagatrygging.is. Jón Örvar segir erfitt að meta tjónið á svæðinu en þó mun það hlaupa á tugum milljóna en að það muni skýrast betur á næstu tveimur til þremur vikum. „Viðlagatrygging vátryggir allar fasteignir á Íslandi og þeir sem hafa lausafé sitt eða innbú brunatryggt hjá vátryggingafélögunum, þeir eru einnig vátryggðir fyrir vatnsflóðum og aurflóðum,“ segir Jón Örvar. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Tjón sem varð í aur- og vatnsflóðunum á Austurlandi á föstudagskvöld hleypur á tugum milljónum. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands fóru austur í dag til að meta tjón á fasteignum en búist er við að heildarmati verði lokið á næstu tveimur til þremur vikum. Skemmdirnar eftir útkomuna sem olli aur- og vatnsflóðum á Austurlandi á föstudagskvöld eru óðum að koma í ljós. Flóðin féllu á Eskifirði og Seyðisfirði og varð tjón á um fjörutíu stöðum á svæðinu, þó mest á Seyðisfirði. „Við erum búnir að vera fylgjast með ástandinu síðan á föstudagskvöldið þegar atburðirnir hófust og nú er svona farið að róast yfir svæðinu og við erum búnir að koma hér í morgun til þess að kynna okkur betur aðstæður,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands. Jón Örvar segir útlitið ekki hafa verið gott á föstudagskvöld þegar aur- og vatnsflóðin fóru af stað. „Okkur leist satt best að segja ekki mjög vel á stöðuna. Það var gríðarleg úrkoma og geysilegir vatnavextir í öllum ám og lækjum og það er eiginlega eins og við séum komin á annan stað núna miðað við það sem þá var,“ segir Jón Örvar. Fulltrúar Viðlagatryggingar hafa þegar hafið störf á svæðinu og munu meta tjón á fasteignum og vátryggðu lausafé á að minnsta kosti helmingi þeirra staða þar sem tjón varð. Jón Örvar segir að matið muni ganga hratt fyrir sig og muni ljúka í þessari viku. „Okkur vantar reyndar enn þá einhverjar tilkynningar til okkar frá fólki sem hefur orðið fyrir tjóni og viljum hvetja þá til þess að tilkynna tjónið á vidlagatrygging.is. Jón Örvar segir erfitt að meta tjónið á svæðinu en þó mun það hlaupa á tugum milljóna en að það muni skýrast betur á næstu tveimur til þremur vikum. „Viðlagatrygging vátryggir allar fasteignir á Íslandi og þeir sem hafa lausafé sitt eða innbú brunatryggt hjá vátryggingafélögunum, þeir eru einnig vátryggðir fyrir vatnsflóðum og aurflóðum,“ segir Jón Örvar.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30