Þrjú hrunmál fyrir endurupptökunefnd vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 18:30 Fyrir endurupptökunefnd eru nú þrjú mál dómþola í hrunmálum sem krefjast endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara í bönkunum. Fyrr í þessari viku komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign dómara í banka gerði hann ekki vanhæfan til að dæma í sakamáli á hendur forstjóra þessa sama banka. Stím-málið er nú rekið að nýju fyrir dómstólum eftir að Hæstiréttur ógilti dóm í málinu í júní á þessu ári vegna vanhæfis eins dómara en í ljós kom að nafn barnsföður dómarans kom reglulega fyrir í gögnum málsins. Við endurtekna aðalmeðferð Stím-málsins krafðist Verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, þess að Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur viki sæti vegna hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka fyrir hrunið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem fjallað var um kröfu vegna vanhæfis, kemur fram að tap Ingimundar vegna hlutafjáreignar í bönkunum þremur hafi numið um tveimur milljónum króna í bankahruninu. Var hlutur Ingimundar í Glitni í því tilliti metinn á liðlega 650 þúsund krónur. Í úrskurðinum segir: „Verður að telja að hagsmunir dómstjórans, í ljósi þeirra fjárhæða er um ræðir og þegar hliðsjón er almennt höfð af launum héraðsdómara, hafi verið óverulegir í öllu venjulegu tilliti. Geta þessir fjárhagslegu hagsmunir ekki verið til þess fallnir að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp á þriðjudag en í dómnum segir: „Þau viðskipti með hlutabréf, sem meðdómsmaður sá, er hér um ræðir, átti við A hf. og B hf. og lýst er í hinum kærða úrskurði geta ekki leitt til þess að hann sé vanhæfur til meðferðar þessa máls, sem varðar ætluð brot í starfsemi C hf. Þá geta þau hlutabréfaviðskipti, sem meðdómsmaðurinn átti við síðastnefnda bankann og greinir í úrskurði héraðsdóms, heldur ekki valdið vanhæfi hans.“ Hér er Hæstiréttur búinn að taka út þær röksemdir sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var reistur á og eru forsendur í dómi Hæstaréttar í raun ekki byggðar á rökum heldur þeirri staðreynd að hlutafjáreign dómarans valdi ekki vanhæfi hans. Það vekur athygli að Hæstiréttur fjallar ekkert um það hvort hlutafjáreign dómsstjórans hafi verið veruleg eða óveruleg. Að því er virðist er niðurstaðan aðeins reist á því að tap dómara á hlutafjáreign í banka valdi ekki vanhæfi í sakamáli þar sem ákærði er fyrrverandi forstjóri þessa sama banka. Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.fblHlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Fyrir endurupptökunefnd eru núna kröfur vegna þriggja sakamála þar sem dómþolar í svokölluðum hrunmálum hafa krafist endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara þar sem upplýsingar um hlutafjáreignina lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í málum þeirra. Ljóst er að framangreindur dómur Hæstaréttar Íslands í máli vegna vanhæfis dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur getur enga leiðsögn veitt um það í hvaða mæli hlutafjáreign er líkleg til þess valda vanhæfi dómara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða mál þetta eru fyrir endurupptökunefnd eða hvaða dómþolar hefðu óskað eftir endurupptöku mála sinna. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fyrir endurupptökunefnd eru nú þrjú mál dómþola í hrunmálum sem krefjast endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara í bönkunum. Fyrr í þessari viku komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign dómara í banka gerði hann ekki vanhæfan til að dæma í sakamáli á hendur forstjóra þessa sama banka. Stím-málið er nú rekið að nýju fyrir dómstólum eftir að Hæstiréttur ógilti dóm í málinu í júní á þessu ári vegna vanhæfis eins dómara en í ljós kom að nafn barnsföður dómarans kom reglulega fyrir í gögnum málsins. Við endurtekna aðalmeðferð Stím-málsins krafðist Verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, þess að Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur viki sæti vegna hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka fyrir hrunið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem fjallað var um kröfu vegna vanhæfis, kemur fram að tap Ingimundar vegna hlutafjáreignar í bönkunum þremur hafi numið um tveimur milljónum króna í bankahruninu. Var hlutur Ingimundar í Glitni í því tilliti metinn á liðlega 650 þúsund krónur. Í úrskurðinum segir: „Verður að telja að hagsmunir dómstjórans, í ljósi þeirra fjárhæða er um ræðir og þegar hliðsjón er almennt höfð af launum héraðsdómara, hafi verið óverulegir í öllu venjulegu tilliti. Geta þessir fjárhagslegu hagsmunir ekki verið til þess fallnir að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp á þriðjudag en í dómnum segir: „Þau viðskipti með hlutabréf, sem meðdómsmaður sá, er hér um ræðir, átti við A hf. og B hf. og lýst er í hinum kærða úrskurði geta ekki leitt til þess að hann sé vanhæfur til meðferðar þessa máls, sem varðar ætluð brot í starfsemi C hf. Þá geta þau hlutabréfaviðskipti, sem meðdómsmaðurinn átti við síðastnefnda bankann og greinir í úrskurði héraðsdóms, heldur ekki valdið vanhæfi hans.“ Hér er Hæstiréttur búinn að taka út þær röksemdir sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var reistur á og eru forsendur í dómi Hæstaréttar í raun ekki byggðar á rökum heldur þeirri staðreynd að hlutafjáreign dómarans valdi ekki vanhæfi hans. Það vekur athygli að Hæstiréttur fjallar ekkert um það hvort hlutafjáreign dómsstjórans hafi verið veruleg eða óveruleg. Að því er virðist er niðurstaðan aðeins reist á því að tap dómara á hlutafjáreign í banka valdi ekki vanhæfi í sakamáli þar sem ákærði er fyrrverandi forstjóri þessa sama banka. Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.fblHlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Fyrir endurupptökunefnd eru núna kröfur vegna þriggja sakamála þar sem dómþolar í svokölluðum hrunmálum hafa krafist endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara þar sem upplýsingar um hlutafjáreignina lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í málum þeirra. Ljóst er að framangreindur dómur Hæstaréttar Íslands í máli vegna vanhæfis dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur getur enga leiðsögn veitt um það í hvaða mæli hlutafjáreign er líkleg til þess valda vanhæfi dómara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða mál þetta eru fyrir endurupptökunefnd eða hvaða dómþolar hefðu óskað eftir endurupptöku mála sinna.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira