Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum undirritaður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira