Magnaður Farah vann enn og aftur gull Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 20:51 Mo Farah fagnar er hann kemur í mark í kvöld. Vísir/AFP Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017 Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira