Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 19:00 Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira