Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 19:00 Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira