Fagnar því að staðið sé við fyrri áætlanir um uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 19:56 Páll Matthíasson. mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fagnar því að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé staðið við fyrri áætlanir um að nýr meðferðarkjarni spítalans verði risinn árið 2023 en þetta kemur fram í nýjum pistli forstjórans á vef Landspítalans. Páll óskar þar nýjum heilbrigðisráðherra, Óttari Proppé, velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, fyrir samstarfið en Kristján er nú orðinn menntamálaráðherra. „Við munum vafalaust eiga áframhaldandi samstarf enda sinnir Landspítali miklu hlutverki á sviði mennta og vísinda í samstarfi við Háskóla Íslands og fleiri skóla. Það hlutverk eykst ár frá ári en á nýliðnu ári sinntu 1.755 nemar hluta síns náms á Landspítala, samanborið við 1.193 árið 2010,“ segir í pistli Páls en hann víkur svo að stjórnarsáttmálanum: „Í stjórnarsáttmálanum er m.a. vikið að uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og er rétt að fagna því að fyrri áætlanir um að meðferðarkjarni verði risinn árið 2023 standa. Þá er tiltekið að aukinn þungi verði settur í uppbyggingu í öldrunarþjónustu, sérstaklega hvað varðar heimahjúkrun og hjúkrunarheimili. Markmið ríkisstjórnarinnar um háskóla snýr að því að efla samvinnu og samstarf íslenskra háskóla- og vísindastofnana og að skólarnir standist alþjóðlega samkeppni. Þá má vænta þess að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun í landinu. Afar mikilvægt er að þessara áforma sjái stað strax á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar og má raunar vænta þess enda mun ríkisfjármálaáætlun, sem endurspeglar raunveruleg áform stjórnarflokkana, koma fram þann 1. apríl næstkomandi.“ Þegar ný ríkisstjórn var kynnt í vikunni kom fram að mikil áhersla verði lögð á heilbrigðismál. Fyrsti kaflinn í stjórnarsáttmálanum fjallar einmitt um heilbrigðismál og þá sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að það væri merki um hversu mikil áhersla væri á þennan málaflokk að einn formaður stjórnarflokkanna færi fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Pistil Páls má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Óttarr hrósar Kristjáni Þór fyrir sjúkrahótelið Fyrsta verkið verður að tala við starfsfólkið og kynna mér stöðu mála í ráðuneytinu. Það er mikið í vinnslu og svo framvegis. 12. janúar 2017 07:00 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fagnar því að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé staðið við fyrri áætlanir um að nýr meðferðarkjarni spítalans verði risinn árið 2023 en þetta kemur fram í nýjum pistli forstjórans á vef Landspítalans. Páll óskar þar nýjum heilbrigðisráðherra, Óttari Proppé, velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, fyrir samstarfið en Kristján er nú orðinn menntamálaráðherra. „Við munum vafalaust eiga áframhaldandi samstarf enda sinnir Landspítali miklu hlutverki á sviði mennta og vísinda í samstarfi við Háskóla Íslands og fleiri skóla. Það hlutverk eykst ár frá ári en á nýliðnu ári sinntu 1.755 nemar hluta síns náms á Landspítala, samanborið við 1.193 árið 2010,“ segir í pistli Páls en hann víkur svo að stjórnarsáttmálanum: „Í stjórnarsáttmálanum er m.a. vikið að uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og er rétt að fagna því að fyrri áætlanir um að meðferðarkjarni verði risinn árið 2023 standa. Þá er tiltekið að aukinn þungi verði settur í uppbyggingu í öldrunarþjónustu, sérstaklega hvað varðar heimahjúkrun og hjúkrunarheimili. Markmið ríkisstjórnarinnar um háskóla snýr að því að efla samvinnu og samstarf íslenskra háskóla- og vísindastofnana og að skólarnir standist alþjóðlega samkeppni. Þá má vænta þess að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun í landinu. Afar mikilvægt er að þessara áforma sjái stað strax á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar og má raunar vænta þess enda mun ríkisfjármálaáætlun, sem endurspeglar raunveruleg áform stjórnarflokkana, koma fram þann 1. apríl næstkomandi.“ Þegar ný ríkisstjórn var kynnt í vikunni kom fram að mikil áhersla verði lögð á heilbrigðismál. Fyrsti kaflinn í stjórnarsáttmálanum fjallar einmitt um heilbrigðismál og þá sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að það væri merki um hversu mikil áhersla væri á þennan málaflokk að einn formaður stjórnarflokkanna færi fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Pistil Páls má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Óttarr hrósar Kristjáni Þór fyrir sjúkrahótelið Fyrsta verkið verður að tala við starfsfólkið og kynna mér stöðu mála í ráðuneytinu. Það er mikið í vinnslu og svo framvegis. 12. janúar 2017 07:00 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óttarr hrósar Kristjáni Þór fyrir sjúkrahótelið Fyrsta verkið verður að tala við starfsfólkið og kynna mér stöðu mála í ráðuneytinu. Það er mikið í vinnslu og svo framvegis. 12. janúar 2017 07:00
Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15