Segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 2. júlí 2017 20:03 Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira