Segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 2. júlí 2017 20:03 Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira