Áhugamaður um blóm frumsýnir glænýja vefsíðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2017 21:56 Snorri Þór Tryggvason hefur nýopnað heimasíðu um blómaflóru Íslands. Höfundarréttur: Snorri Þór Tryggvason Ný heimasíða um blómaflóru Íslands hefur litið dagsins ljós. Snorri Þór Tryggvason, arkitekt og ljósmyndari stendur að síðunni. „Mig langar bara að hjálpa fólki sem sér falleg blóm og langar að vita hvað þau heita,“ segir Snorri þegar hann er spurður um tilurð síðunnar. Á heimasíðunni er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hinar ýmsu blómategundir á ensku sem væntanlega munu koma erlendum ferðamönnum að góðum notum. Auk upplýsinga um blómategundir er hægt að kaupa póstkort með íslenskum blómategundum sem Snorri hefur ýmist handmálað eða myndað.Sitt sýnist hverjum um ágæti Lúpínunnar. Snorra þykir hún fögur.Höfundarréttur: Snorri Þór TryggvasonAfkastamikill listamaður Snorri er bæði verkadrjúgur og fjölhæfur. Hann rekur fyrirtækið Borgarmynd og Iceland Aurorafilms ásamt því að vera arkitekt, ljósmyndari og höfundur myndskreytinga. Þegar blaðamaður Vísis hafði samband við Snorra og spurði hann út í nýju heimasíðuna vissi Snorri ekki hvaða síðu blaðamaður talaði um vegna þess að hann væri nýbúinn að opna fjórar heimasíður. Hann segir þó að síðan um flóru Íslands sé sín uppáhalds.Falleg blóm eru allt um kring Blómaáhugi Snorra kviknaði fyrir um það bil þremur árum síðan þegar hann var að störfum við kvikmyndaverkefni. „Ég sinni tímafrekustu gerð kvikmyndagerðar því ég sérhæfi mig í „time-lapse“ myndatökum. Ég þarf stundum að sitja á sama staðnum frá hálftíma í allt að átta klukkutímum - það fer eftir því hvað ég er að mynda - og ég get ekki leyft mér að skilja nokkurra milljóna króna græjur eftir einar. Ég rölti alltaf nokkur hundruð metra frá þeim bara til að verða ekki klikkaður,“ segir Snorri og hlær. Það hafi einmitt verið á þessum göngum sem hann hafi tekið eftir öllum þessu fallegu blómum sem eru allt um kring. Snorri segist einnig vera kortagerðarmaður og af þeim sökum þekki hann landið ansi vel. Á ferðum sínum um landið hafði hann komið auga á hin ótrúlegustu blóm á óvæntum stöðum.Handmáluð mynd af uppáhaldinu hans Snorra, Eyrarrósinni.Höfundarréttur: Snorri Þór TryggvasonEyrarrós og Klettafrú í uppáhaldi Spurður um sín uppáhalds blóm kveðst Snorri ekki getað gert upp á milli Eyrarrósar og Klettafrúar. „Það eru þessi ótrúlegu blóm. Þau eiga ekkert að vera þarna, “ segir Snorri sem finnst magnað að svona fínleg blóm þrífist í íslenskri náttúru. Hann tekur Eyrarrósina sem dæmi sem „er bleikt og frekar stórt, ótrúlega „delicate“ blóm sem lifir samt af einhverjar stórhríðir upp á hálendinu.“ Auk Eyrarrósarinnar finnst honum Klettafrú vera svakalega fallegt blóm en hún vex aðeins út úr klettum.Verk í vinnslu. Snorri leggur hart að sér að ná fram bestu myndinni.Höfundarréttur: Snorri Þór Tryggvason„Við leyfum ekkert svindl“ Á nýju heimasíðunni má finna póstkort sem Snorri er með til sölu. Að sögn Snorra er vinnuferlið strangt enda sé hann haldinn mikilli fullkomnunaráráttu. Snorri, kærastan hans og vinir handtína blómin sjálf. „Við leyfum ekkert svindl. Það er ekki photoshop eða neitt svoleiðis. Þetta er handtínt og það verður að raða þessu niður á innan við klukkutíma og taka þá háskerpumynd sem endist vonandi næstu hundrað árin til að gleðja einhverja,“ segir Snorri sem auk þess handmálar ýmsar blómategundir með vatnslitum. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Ný heimasíða um blómaflóru Íslands hefur litið dagsins ljós. Snorri Þór Tryggvason, arkitekt og ljósmyndari stendur að síðunni. „Mig langar bara að hjálpa fólki sem sér falleg blóm og langar að vita hvað þau heita,“ segir Snorri þegar hann er spurður um tilurð síðunnar. Á heimasíðunni er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hinar ýmsu blómategundir á ensku sem væntanlega munu koma erlendum ferðamönnum að góðum notum. Auk upplýsinga um blómategundir er hægt að kaupa póstkort með íslenskum blómategundum sem Snorri hefur ýmist handmálað eða myndað.Sitt sýnist hverjum um ágæti Lúpínunnar. Snorra þykir hún fögur.Höfundarréttur: Snorri Þór TryggvasonAfkastamikill listamaður Snorri er bæði verkadrjúgur og fjölhæfur. Hann rekur fyrirtækið Borgarmynd og Iceland Aurorafilms ásamt því að vera arkitekt, ljósmyndari og höfundur myndskreytinga. Þegar blaðamaður Vísis hafði samband við Snorra og spurði hann út í nýju heimasíðuna vissi Snorri ekki hvaða síðu blaðamaður talaði um vegna þess að hann væri nýbúinn að opna fjórar heimasíður. Hann segir þó að síðan um flóru Íslands sé sín uppáhalds.Falleg blóm eru allt um kring Blómaáhugi Snorra kviknaði fyrir um það bil þremur árum síðan þegar hann var að störfum við kvikmyndaverkefni. „Ég sinni tímafrekustu gerð kvikmyndagerðar því ég sérhæfi mig í „time-lapse“ myndatökum. Ég þarf stundum að sitja á sama staðnum frá hálftíma í allt að átta klukkutímum - það fer eftir því hvað ég er að mynda - og ég get ekki leyft mér að skilja nokkurra milljóna króna græjur eftir einar. Ég rölti alltaf nokkur hundruð metra frá þeim bara til að verða ekki klikkaður,“ segir Snorri og hlær. Það hafi einmitt verið á þessum göngum sem hann hafi tekið eftir öllum þessu fallegu blómum sem eru allt um kring. Snorri segist einnig vera kortagerðarmaður og af þeim sökum þekki hann landið ansi vel. Á ferðum sínum um landið hafði hann komið auga á hin ótrúlegustu blóm á óvæntum stöðum.Handmáluð mynd af uppáhaldinu hans Snorra, Eyrarrósinni.Höfundarréttur: Snorri Þór TryggvasonEyrarrós og Klettafrú í uppáhaldi Spurður um sín uppáhalds blóm kveðst Snorri ekki getað gert upp á milli Eyrarrósar og Klettafrúar. „Það eru þessi ótrúlegu blóm. Þau eiga ekkert að vera þarna, “ segir Snorri sem finnst magnað að svona fínleg blóm þrífist í íslenskri náttúru. Hann tekur Eyrarrósina sem dæmi sem „er bleikt og frekar stórt, ótrúlega „delicate“ blóm sem lifir samt af einhverjar stórhríðir upp á hálendinu.“ Auk Eyrarrósarinnar finnst honum Klettafrú vera svakalega fallegt blóm en hún vex aðeins út úr klettum.Verk í vinnslu. Snorri leggur hart að sér að ná fram bestu myndinni.Höfundarréttur: Snorri Þór Tryggvason„Við leyfum ekkert svindl“ Á nýju heimasíðunni má finna póstkort sem Snorri er með til sölu. Að sögn Snorra er vinnuferlið strangt enda sé hann haldinn mikilli fullkomnunaráráttu. Snorri, kærastan hans og vinir handtína blómin sjálf. „Við leyfum ekkert svindl. Það er ekki photoshop eða neitt svoleiðis. Þetta er handtínt og það verður að raða þessu niður á innan við klukkutíma og taka þá háskerpumynd sem endist vonandi næstu hundrað árin til að gleðja einhverja,“ segir Snorri sem auk þess handmálar ýmsar blómategundir með vatnslitum.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira