Stefnir í þriggja vikna einangrun í smyglmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2017 09:00 Norræna við höfn í Seyðisfirði. vísir Tveir erlendir karlmenn hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði í átján daga en þeir eru grunaðir um smygl á talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu í lok apríl. Fíkniefnin voru falin í bíl sem annar mannanna kom með til landsins með Norrænu þriðjudagskvöldið 25. apríl. Handtökurnar áttu sér þó ekki stað fyrr en tveimur dögum síðar á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem ekið var frá Seyðisfirði. Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn málsins.vísir/anton brink Magn og tegund ekki uppgefin Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna föstudaginn 28. apríl. Það var svo framlengt miðvikudaginn 12. maí í níu daga eða til föstudagsins 19. maí. Annar kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega. Hann segir ekki fleiri hafa verið handtekna í tengslum við málið. Hvorki fæst uppgefið hvaða efni ræðir eða magn þeirra. Athygli vekur hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði eða átján daga. Þeir verða orðnir 22 þegar gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn. Einangrun regla frekar en undantekning Einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga er meginregla á Íslandi. Það var niðurstaðan í meistararitgerð Elísabetar Ingólfsdóttur í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2015. Mun algengara er að fangar séu settir í einangrun hér á landi en í Danmörku og Noregi, en líkist meira Svíþjóð. Hins vegar hafa sænsk yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir brot á réttindum gæsluvarðhaldsfanga svo þá samanburður er mögulega ekki heppilegur. Kastljós fjallaði um málið á dögunum og rifjaði upp mál Guðmundar Gunnlaugssonar sem sat saklaus í einangrun í ellefu sólarhringa í fangaklefa við Hverfisgötu árið 2011. Hann fékk aldrei að vita nákvæmlega hvers vegna hann var handtekinn og fékk ekki læknisaðstoð. Hæstiréttur dæmdi Guðmundi tvær milljónir króna í miskabætur en íslenska ríkið var dæmt fyrir að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár sem banna hvers kyns pyntingar og niðurlægjandi meðferð borgaranna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði í átján daga en þeir eru grunaðir um smygl á talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu í lok apríl. Fíkniefnin voru falin í bíl sem annar mannanna kom með til landsins með Norrænu þriðjudagskvöldið 25. apríl. Handtökurnar áttu sér þó ekki stað fyrr en tveimur dögum síðar á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem ekið var frá Seyðisfirði. Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn málsins.vísir/anton brink Magn og tegund ekki uppgefin Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna föstudaginn 28. apríl. Það var svo framlengt miðvikudaginn 12. maí í níu daga eða til föstudagsins 19. maí. Annar kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega. Hann segir ekki fleiri hafa verið handtekna í tengslum við málið. Hvorki fæst uppgefið hvaða efni ræðir eða magn þeirra. Athygli vekur hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði eða átján daga. Þeir verða orðnir 22 þegar gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn. Einangrun regla frekar en undantekning Einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga er meginregla á Íslandi. Það var niðurstaðan í meistararitgerð Elísabetar Ingólfsdóttur í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2015. Mun algengara er að fangar séu settir í einangrun hér á landi en í Danmörku og Noregi, en líkist meira Svíþjóð. Hins vegar hafa sænsk yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir brot á réttindum gæsluvarðhaldsfanga svo þá samanburður er mögulega ekki heppilegur. Kastljós fjallaði um málið á dögunum og rifjaði upp mál Guðmundar Gunnlaugssonar sem sat saklaus í einangrun í ellefu sólarhringa í fangaklefa við Hverfisgötu árið 2011. Hann fékk aldrei að vita nákvæmlega hvers vegna hann var handtekinn og fékk ekki læknisaðstoð. Hæstiréttur dæmdi Guðmundi tvær milljónir króna í miskabætur en íslenska ríkið var dæmt fyrir að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár sem banna hvers kyns pyntingar og niðurlægjandi meðferð borgaranna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01