Innlent

Sótti veikan sjómann

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/ERNIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í rússneskt fiskiskip sem hafði beðið um aðstoð í nótt. Þá var skipið að veiðum um 230 sjómílur suðvestur af Reykjanestá, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Áhöfn skipsins var ráðlagt að hífa inn veiðarfæri og halda í átt til lands. Þyrlunni TF-LIF var svo flogið til móts við skipið nú í morgun. Áhöfn þyrlunnar TF-SYN var til taks á meðan á Reykjavíkurflugvelli.

Sjúklingurinn var hífður um borð í þyrluna um 120 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir klukkan hálf tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×