Tannlæknaferð til Póllands borgaði sig margfalt Elín Albertsdóttir skrifar 20. september 2017 09:30 Þórhildur Gísladóttir getur brosað fallega eftir ferðina til Póllands. MYND/ANTON BRINK Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira