Krakkarnir læri sjálfsvörn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2017 07:00 Að kenna sjálfsvörn myndi minnka hræðslu við að labba um götur, í ljósi nýlegra atburða, segir ungmennaráð Hafnarfjarðar. Vísir/Stefán „Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins. „Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins,“ segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði einróma til nánari umfjöllunar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni segir að allir hafi gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður. Íþróttakennsla sé afar einhæf og að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. „Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi,“ segir höfundur tillögunnar. „Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti en grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslífi.“ Ungmennaráðið hefur áhuga á forvörnum almennt og nefnir hugleiðingar um fría smokka eða smokkasjálfsala á almenningssalernum. „Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglits annarra og mikillar fyrirhafnar,“ segir ráðið sem kveður forvarnafræðslu mismikla eftir skólum. „Í sumum skólum er lítil sem engin fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
„Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins. „Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins,“ segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði einróma til nánari umfjöllunar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni segir að allir hafi gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður. Íþróttakennsla sé afar einhæf og að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. „Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi,“ segir höfundur tillögunnar. „Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti en grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslífi.“ Ungmennaráðið hefur áhuga á forvörnum almennt og nefnir hugleiðingar um fría smokka eða smokkasjálfsala á almenningssalernum. „Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglits annarra og mikillar fyrirhafnar,“ segir ráðið sem kveður forvarnafræðslu mismikla eftir skólum. „Í sumum skólum er lítil sem engin fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira