Hnúðlax í stórsókn og nálgast Barnafoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2017 07:00 Hnúðlaxinn á eldhúsvaskinum á Norður-Reykjum áður en húsfreyjan flakaði hann, afhausaði og skellti laxinum svo í frystinn. Mynd/Kolbrún Sveinsdóttir „Þetta er í fyrsta og vonandi eina skipti sem ég fæ hnúðlax. Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum í Borgarfirði, sem á dögunum fékk ófrýnilegan hnúðlax í net fyrir landi sínu. Kolbrún, sem búið hefur á Norður-Reykjum í yfir þrjá áratugi og er fædd og uppalin í nágrenninu, segist lengi hafa stundað lítilsháttar netaveiði á laxi og silungi seinnipart sumars. Bærinn er langt inni í landi, aðeins þrettán kílómetrum neðan við náttúruperlurnar Hraunfossa og Barnafoss og ekki langt frá Húsafelli. Það er því ljóst að hnúðlaxinn sækir nú djúpt í vatnakerfi Borgarfjarðar þar sem ekki er fiskgengt upp fyrir fossana. „Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Svo fór ég nú að átta mig á að líklega ætti ég að tilkynna svona veiði og gerði það en var þá búin að henda dálknum og hausnum,“ segir Kolbrún sem gerði Sigurði Má Einarssyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, viðvart um kvikindið og sendi honum flökin til rannsóknar. „Hann er víst óætur hvort sem er.“ Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í Álftafirði fyrir fáeinum árum. Fréttablaðið/GarðarSigurður Már segir óvenju mikið hafa verið um hnúðlax í íslenskum ám í sumar, tilkynnt hafi verið um allt að sjötíu slíka fiska um allt land. Hnúðlaxinn, sem er Kyrrahafstegund, eigi rætur að rekja til sleppinga við Kólaskaga í Rússlandi á sjöunda áratugnum þar sem hefja átti hafbeit. Eftir það hafi borið á flækingum. „Það er að koma óvenju mikið í Evrópu núna og greinilega óvanaleg góð skilyrði fyrir þá, hvort sem það er vegna hlýnunar í hafinu eða einhvers annars,“ segir Sigurður Már sem aðspurður hvort hnúðlax gæti hrygnt hérlendis kveður vera staðfest að hnúðlax hafi hrygnt í ám á Kólaskaga og í Noregi. „Það er ekkert óhugsandi að þetta hafi verið að gerast á Íslandi en það er ekki staðfest. Við erum að spá í hvort það geti verið.“ Sigurður Már segir að ef hnúðlax myndi hrygna í íslenskar ár yrðu áhrifin á laxastofna ekki mikil en kannski meiri á bleikjuna. „Þetta er fiskur sem hrygnir gjarnan neðarlega í vatnakerfum og seiðin fara út næsta vor og lenda því ekki mikið í samkeppni við laxaseiði. En það er kannski meiri samkeppni við urriða og bleikju neðarlega í kerfunum.“ Að sögn Sigurðar Más er lítið hægt að gera til að sporna við því að hnúðlax nái fótfestu. „Ég held að það sé mjög erfitt. Hnúðlaxinn er svolítið sérstakur. Hann hefur bara eins árs lífsferil í hafinu og eitt ár í ferskvatninu þannig að það myndast stofnar af honum sitthvort árið sem hittast aldrei.“ Mikið af hnúðlaxi í ám núna vekur ekki síst athygli þar sem göngurnar eru jafnan sterkari á jöfnum ártölum heldur en oddatölum eins og nú er, að því er fiskifræðingurinn segir. „Við verðum klárlega að fara yfir þessa stöðu í lok sumars og sjá hvort við viljum gera eitthvað í þessu.“ Kolbrúnu líst ekkert á landnám hnúðlaxa. „Það er ekkert gaman að veiða það sem er ekki hægt að éta,“ segir bóndinn á Norður-Reykjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
„Þetta er í fyrsta og vonandi eina skipti sem ég fæ hnúðlax. Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum í Borgarfirði, sem á dögunum fékk ófrýnilegan hnúðlax í net fyrir landi sínu. Kolbrún, sem búið hefur á Norður-Reykjum í yfir þrjá áratugi og er fædd og uppalin í nágrenninu, segist lengi hafa stundað lítilsháttar netaveiði á laxi og silungi seinnipart sumars. Bærinn er langt inni í landi, aðeins þrettán kílómetrum neðan við náttúruperlurnar Hraunfossa og Barnafoss og ekki langt frá Húsafelli. Það er því ljóst að hnúðlaxinn sækir nú djúpt í vatnakerfi Borgarfjarðar þar sem ekki er fiskgengt upp fyrir fossana. „Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Svo fór ég nú að átta mig á að líklega ætti ég að tilkynna svona veiði og gerði það en var þá búin að henda dálknum og hausnum,“ segir Kolbrún sem gerði Sigurði Má Einarssyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, viðvart um kvikindið og sendi honum flökin til rannsóknar. „Hann er víst óætur hvort sem er.“ Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í Álftafirði fyrir fáeinum árum. Fréttablaðið/GarðarSigurður Már segir óvenju mikið hafa verið um hnúðlax í íslenskum ám í sumar, tilkynnt hafi verið um allt að sjötíu slíka fiska um allt land. Hnúðlaxinn, sem er Kyrrahafstegund, eigi rætur að rekja til sleppinga við Kólaskaga í Rússlandi á sjöunda áratugnum þar sem hefja átti hafbeit. Eftir það hafi borið á flækingum. „Það er að koma óvenju mikið í Evrópu núna og greinilega óvanaleg góð skilyrði fyrir þá, hvort sem það er vegna hlýnunar í hafinu eða einhvers annars,“ segir Sigurður Már sem aðspurður hvort hnúðlax gæti hrygnt hérlendis kveður vera staðfest að hnúðlax hafi hrygnt í ám á Kólaskaga og í Noregi. „Það er ekkert óhugsandi að þetta hafi verið að gerast á Íslandi en það er ekki staðfest. Við erum að spá í hvort það geti verið.“ Sigurður Már segir að ef hnúðlax myndi hrygna í íslenskar ár yrðu áhrifin á laxastofna ekki mikil en kannski meiri á bleikjuna. „Þetta er fiskur sem hrygnir gjarnan neðarlega í vatnakerfum og seiðin fara út næsta vor og lenda því ekki mikið í samkeppni við laxaseiði. En það er kannski meiri samkeppni við urriða og bleikju neðarlega í kerfunum.“ Að sögn Sigurðar Más er lítið hægt að gera til að sporna við því að hnúðlax nái fótfestu. „Ég held að það sé mjög erfitt. Hnúðlaxinn er svolítið sérstakur. Hann hefur bara eins árs lífsferil í hafinu og eitt ár í ferskvatninu þannig að það myndast stofnar af honum sitthvort árið sem hittast aldrei.“ Mikið af hnúðlaxi í ám núna vekur ekki síst athygli þar sem göngurnar eru jafnan sterkari á jöfnum ártölum heldur en oddatölum eins og nú er, að því er fiskifræðingurinn segir. „Við verðum klárlega að fara yfir þessa stöðu í lok sumars og sjá hvort við viljum gera eitthvað í þessu.“ Kolbrúnu líst ekkert á landnám hnúðlaxa. „Það er ekkert gaman að veiða það sem er ekki hægt að éta,“ segir bóndinn á Norður-Reykjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira