

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.
Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi.
Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA.
Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum.