Tate heldur að Ronda vilji ekki berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2016 23:15 Ronda er hér að lúskra á Tate í bardaga fyrir þrem árum síðan. vísir/getty Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA. Þær mættust fyrst hjá Strikeforce-bardagasambandinu og þjálfuðu svo gegn hvor annarri í The Ultimate Fighter. Þær börðust svo einnig í UFC. Tate þekkir hina reiðu og grimmu Rousey en hún er ekki viss um að sama bardagakonan sé að fara að mæta Amöndu Nunes í nótt. „Ég held að ef hún vilji í alvöru vera áfram í bardagaíþróttum þá hefði hún komið fyrr til baka eftir tapið gegn Holly Holm. Fólk sem er ósátt við að tapa vill oftast komast sem fyrst aftur inn í búrið og sanna sig upp á nýtt,“ sagði Tate sem ákvað að hætta seint á árinu. „Að hún hafi tekið sér rúmlega ársfrí segir okkur að hún vill sinna öðrum hlutum. Ég held að hún vilji í raun ekki berjast lengur en sé að gera UFC greiða með þessum bardaga.“ Ronda hefur nánast ekki gefið nein viðtöl í aðdraganda bardagans og hefur fengið nokkra sérmeðferð hjá UFC. „Það fær mann til þess að hugsa hvar hausinn á henni sé. Er hún svona einbeitt eða er hún í vandræðum? Á hún erfitt með að standa undir öllum þessum væntingum. Hefur hún í raun yfir höfuð áhuga á að vera þarna? Hvað er að gerast í hausnum á henni?“ Við fáum svör við flestum þessum spurningum í nótt er Ronda berst við Nunes í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA. Þær mættust fyrst hjá Strikeforce-bardagasambandinu og þjálfuðu svo gegn hvor annarri í The Ultimate Fighter. Þær börðust svo einnig í UFC. Tate þekkir hina reiðu og grimmu Rousey en hún er ekki viss um að sama bardagakonan sé að fara að mæta Amöndu Nunes í nótt. „Ég held að ef hún vilji í alvöru vera áfram í bardagaíþróttum þá hefði hún komið fyrr til baka eftir tapið gegn Holly Holm. Fólk sem er ósátt við að tapa vill oftast komast sem fyrst aftur inn í búrið og sanna sig upp á nýtt,“ sagði Tate sem ákvað að hætta seint á árinu. „Að hún hafi tekið sér rúmlega ársfrí segir okkur að hún vill sinna öðrum hlutum. Ég held að hún vilji í raun ekki berjast lengur en sé að gera UFC greiða með þessum bardaga.“ Ronda hefur nánast ekki gefið nein viðtöl í aðdraganda bardagans og hefur fengið nokkra sérmeðferð hjá UFC. „Það fær mann til þess að hugsa hvar hausinn á henni sé. Er hún svona einbeitt eða er hún í vandræðum? Á hún erfitt með að standa undir öllum þessum væntingum. Hefur hún í raun yfir höfuð áhuga á að vera þarna? Hvað er að gerast í hausnum á henni?“ Við fáum svör við flestum þessum spurningum í nótt er Ronda berst við Nunes í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00
Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30
Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30
Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30