Hillingar frumsýna myndband: „Getur verið auðvelt að fara yfir strikið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 16:30 Síðasta myndbandið í þríleik Hillingana. „Út af leið fjallar um mörkin milli þess að fá sér nokkra bjóra með vinum annars vegar og fíkniefnaneyslu hins vegar. Það getur verið auðvelt að fara yfir strikið þar sem hópþrýstingur getur skert dómgreind fólks,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin hefur nú frumsýnt nýtt myndband síðust þrjá fimmtudaga á Lífinu. Nú er komið að laginu Út af leið. „Atburðarásir svipaðar þeirri sem birtist í lagatextanum og myndbandinu standa því miður nálægt okkur flestum og það er fjallað um mál eins og þessi í fréttum reglulega. Við skoðum mismunandi karaktera innan sögunnar og berum saman hlutverk þeirra. Okkar útgangspunktur er ungur strákur sem flækist inn í rangan vinahóp og er að átta sig á því að hann er farinn út af leið. Þetta er sorglegur veruleiki hjá ungu fólki sem því miður endar alls ekki alltaf vel. Partístandið getur endað með skelfingu.“ Drengjunum langaði að búa til tónlistarmyndband þar sem skýrt má sjá hvernig almenn skemmtidrykkja getur breyst í aðeins óhóflegra partýstand á stuttum tíma. „Þetta er viðeigandi á Íslandi í dag þar sem mörg ungmenni verða vitni að slíkri menningu og þurfa að gera upp við sig sjálf hvort þau vilji taka þátt eða ekki. Við fórum langt frá okkur sjálfum í persónusköpuninni og þurftum að gera töluverða rannsóknarvinnu áður en tökur hófust. Við erum allir í karakter eins og í hinum myndböndunum en það á samt ekki bara við um myndbandið heldur einnig lagið því að þar erum við að vinna með það sem við köllum karaktertextagerð. Lagið er einskonar saga líkt og myndbandið og við segjum hug persónanna í textanum,“ segir Jóhannes Gauti taktsmiður lagsins. Myndbandið var tekið upp í Edinborg á Skotlandi og varð til á þremur tökudögum. Einn aðalframleiðandi myndbandsins, Ísarr Nikulás Gunnarsson, stundar nám í Edinborg og sá því um að bóka tökustaði og aukaleikara fyrir myndbandið. Götur Edinborgar og kastalinn gamli gefa síðan myndbandinu öðruvísi útlit en áður hefur sést í íslenskum rappmyndböndum. „Myndbandið við Út af leið er lokamyndbandið í svarthvíta þríleiknum okkar en eins og áður hefur komið fram er það stefna okkar að gefa út myndbönd við öll lögin svo það má vel búast við meira efni,“ segir Árni Beinteinn. Tengdar fréttir Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30 Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Út af leið fjallar um mörkin milli þess að fá sér nokkra bjóra með vinum annars vegar og fíkniefnaneyslu hins vegar. Það getur verið auðvelt að fara yfir strikið þar sem hópþrýstingur getur skert dómgreind fólks,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin hefur nú frumsýnt nýtt myndband síðust þrjá fimmtudaga á Lífinu. Nú er komið að laginu Út af leið. „Atburðarásir svipaðar þeirri sem birtist í lagatextanum og myndbandinu standa því miður nálægt okkur flestum og það er fjallað um mál eins og þessi í fréttum reglulega. Við skoðum mismunandi karaktera innan sögunnar og berum saman hlutverk þeirra. Okkar útgangspunktur er ungur strákur sem flækist inn í rangan vinahóp og er að átta sig á því að hann er farinn út af leið. Þetta er sorglegur veruleiki hjá ungu fólki sem því miður endar alls ekki alltaf vel. Partístandið getur endað með skelfingu.“ Drengjunum langaði að búa til tónlistarmyndband þar sem skýrt má sjá hvernig almenn skemmtidrykkja getur breyst í aðeins óhóflegra partýstand á stuttum tíma. „Þetta er viðeigandi á Íslandi í dag þar sem mörg ungmenni verða vitni að slíkri menningu og þurfa að gera upp við sig sjálf hvort þau vilji taka þátt eða ekki. Við fórum langt frá okkur sjálfum í persónusköpuninni og þurftum að gera töluverða rannsóknarvinnu áður en tökur hófust. Við erum allir í karakter eins og í hinum myndböndunum en það á samt ekki bara við um myndbandið heldur einnig lagið því að þar erum við að vinna með það sem við köllum karaktertextagerð. Lagið er einskonar saga líkt og myndbandið og við segjum hug persónanna í textanum,“ segir Jóhannes Gauti taktsmiður lagsins. Myndbandið var tekið upp í Edinborg á Skotlandi og varð til á þremur tökudögum. Einn aðalframleiðandi myndbandsins, Ísarr Nikulás Gunnarsson, stundar nám í Edinborg og sá því um að bóka tökustaði og aukaleikara fyrir myndbandið. Götur Edinborgar og kastalinn gamli gefa síðan myndbandinu öðruvísi útlit en áður hefur sést í íslenskum rappmyndböndum. „Myndbandið við Út af leið er lokamyndbandið í svarthvíta þríleiknum okkar en eins og áður hefur komið fram er það stefna okkar að gefa út myndbönd við öll lögin svo það má vel búast við meira efni,“ segir Árni Beinteinn.
Tengdar fréttir Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30 Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30
Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30