Hillingar frumsýna myndband: „Getur verið auðvelt að fara yfir strikið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 16:30 Síðasta myndbandið í þríleik Hillingana. „Út af leið fjallar um mörkin milli þess að fá sér nokkra bjóra með vinum annars vegar og fíkniefnaneyslu hins vegar. Það getur verið auðvelt að fara yfir strikið þar sem hópþrýstingur getur skert dómgreind fólks,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin hefur nú frumsýnt nýtt myndband síðust þrjá fimmtudaga á Lífinu. Nú er komið að laginu Út af leið. „Atburðarásir svipaðar þeirri sem birtist í lagatextanum og myndbandinu standa því miður nálægt okkur flestum og það er fjallað um mál eins og þessi í fréttum reglulega. Við skoðum mismunandi karaktera innan sögunnar og berum saman hlutverk þeirra. Okkar útgangspunktur er ungur strákur sem flækist inn í rangan vinahóp og er að átta sig á því að hann er farinn út af leið. Þetta er sorglegur veruleiki hjá ungu fólki sem því miður endar alls ekki alltaf vel. Partístandið getur endað með skelfingu.“ Drengjunum langaði að búa til tónlistarmyndband þar sem skýrt má sjá hvernig almenn skemmtidrykkja getur breyst í aðeins óhóflegra partýstand á stuttum tíma. „Þetta er viðeigandi á Íslandi í dag þar sem mörg ungmenni verða vitni að slíkri menningu og þurfa að gera upp við sig sjálf hvort þau vilji taka þátt eða ekki. Við fórum langt frá okkur sjálfum í persónusköpuninni og þurftum að gera töluverða rannsóknarvinnu áður en tökur hófust. Við erum allir í karakter eins og í hinum myndböndunum en það á samt ekki bara við um myndbandið heldur einnig lagið því að þar erum við að vinna með það sem við köllum karaktertextagerð. Lagið er einskonar saga líkt og myndbandið og við segjum hug persónanna í textanum,“ segir Jóhannes Gauti taktsmiður lagsins. Myndbandið var tekið upp í Edinborg á Skotlandi og varð til á þremur tökudögum. Einn aðalframleiðandi myndbandsins, Ísarr Nikulás Gunnarsson, stundar nám í Edinborg og sá því um að bóka tökustaði og aukaleikara fyrir myndbandið. Götur Edinborgar og kastalinn gamli gefa síðan myndbandinu öðruvísi útlit en áður hefur sést í íslenskum rappmyndböndum. „Myndbandið við Út af leið er lokamyndbandið í svarthvíta þríleiknum okkar en eins og áður hefur komið fram er það stefna okkar að gefa út myndbönd við öll lögin svo það má vel búast við meira efni,“ segir Árni Beinteinn. Tengdar fréttir Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30 Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Út af leið fjallar um mörkin milli þess að fá sér nokkra bjóra með vinum annars vegar og fíkniefnaneyslu hins vegar. Það getur verið auðvelt að fara yfir strikið þar sem hópþrýstingur getur skert dómgreind fólks,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin hefur nú frumsýnt nýtt myndband síðust þrjá fimmtudaga á Lífinu. Nú er komið að laginu Út af leið. „Atburðarásir svipaðar þeirri sem birtist í lagatextanum og myndbandinu standa því miður nálægt okkur flestum og það er fjallað um mál eins og þessi í fréttum reglulega. Við skoðum mismunandi karaktera innan sögunnar og berum saman hlutverk þeirra. Okkar útgangspunktur er ungur strákur sem flækist inn í rangan vinahóp og er að átta sig á því að hann er farinn út af leið. Þetta er sorglegur veruleiki hjá ungu fólki sem því miður endar alls ekki alltaf vel. Partístandið getur endað með skelfingu.“ Drengjunum langaði að búa til tónlistarmyndband þar sem skýrt má sjá hvernig almenn skemmtidrykkja getur breyst í aðeins óhóflegra partýstand á stuttum tíma. „Þetta er viðeigandi á Íslandi í dag þar sem mörg ungmenni verða vitni að slíkri menningu og þurfa að gera upp við sig sjálf hvort þau vilji taka þátt eða ekki. Við fórum langt frá okkur sjálfum í persónusköpuninni og þurftum að gera töluverða rannsóknarvinnu áður en tökur hófust. Við erum allir í karakter eins og í hinum myndböndunum en það á samt ekki bara við um myndbandið heldur einnig lagið því að þar erum við að vinna með það sem við köllum karaktertextagerð. Lagið er einskonar saga líkt og myndbandið og við segjum hug persónanna í textanum,“ segir Jóhannes Gauti taktsmiður lagsins. Myndbandið var tekið upp í Edinborg á Skotlandi og varð til á þremur tökudögum. Einn aðalframleiðandi myndbandsins, Ísarr Nikulás Gunnarsson, stundar nám í Edinborg og sá því um að bóka tökustaði og aukaleikara fyrir myndbandið. Götur Edinborgar og kastalinn gamli gefa síðan myndbandinu öðruvísi útlit en áður hefur sést í íslenskum rappmyndböndum. „Myndbandið við Út af leið er lokamyndbandið í svarthvíta þríleiknum okkar en eins og áður hefur komið fram er það stefna okkar að gefa út myndbönd við öll lögin svo það má vel búast við meira efni,“ segir Árni Beinteinn.
Tengdar fréttir Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30 Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi.“ 31. ágúst 2017 11:30
Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ "Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi.“ 7. september 2017 14:30