Loftbrú ef stórt hópslys verður á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2017 07:00 FlBúkur af gamalli flugvél nýttist vel til æfinga fyrir björgunarfólk. Mynd/Ragnar Jón Ragnarsson Friðfinnur Freyr Guðmundsson, verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir getu Íslendinga til að takast á við stór hópslys líkast til ekki nógu góða. Friðfinnur, sem stýrði stórri flugslysaæfingu á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, bendir á að hugsanleg hópslys hérlendis séu alls ekki bundin við flug. Þau geti orðið í ferjum, skemmtiferðaskipum og hópferðabílum. „Þessar sviðsmyndir eru allar þekktar og hafa meðal annars verið tíundaðar í áhættuskoðun sem Almannavarnir gerðu,“ segir Friðfinnur sem kveður Isavia hafa styrkt viðbragðsaðila heima í héraði til þess að geta betur brugðist við hópslysum. „Við höfum til dæmis styrkt björgunarsveitirnar um 38 milljónir undanfarin ár til þess að þær verði betur í stakk búnar til þess að takast á við hópslys almennt, ekki bara flugslys,“ segir Friðfinnur. Það fé sé sérstaklega eyrnamerkt hópslysabúnaði. „Núna erum við með stórt verkefni næstu þrjú árin þar sem við erum að kaupa hópslysakerrur og dreifa um landið. Þær eru fyrir búnað þannig að það sé hægt að veita skjól og fyrstu umönnun á hópslysavettvangi utan alfararleiðar.“Friðfinnur Freyr Guðmundsson.Mynd/Guðbrandur Örn ArnarsonAð sögn Friðfinns erum við best undir það búin á suðvesturhorninu að takast á við hópslys. Annað gildi til dæmis um rútuslys á öræfum, flugslys á Hornafirði eða ferjuslys á Seyðisfirði þar sem viðbragðsaðilar hafi ekki mikið umleikis. Almannavarnir hafi hins vegar undanfarin tíu ár búið til séráætlanir þar sem tekið er á slíkum slysum. „Þar er skilgreint hverja á að kalla út, sem er allt heilbrigðiskerfið og björgunarsveitir og svo framvegis. Og síðan starfssvæðin; hvar við ætlum að safna slösuðu fólki þar sem það er frekar greint niður og hvert það muni fara,“ segir Friðfinnur sem kveður það hafa verið skoðað að senda slasaða úr landi. Það hafi meira að segja verið æft árið 2009 í samvinnu við SAS er flogið var með „slasaða“ frá Akureyri til Svíþjóðar. SAS-vélin sem um ræðir var innréttuð eins og bráðamóttaka. Friðfinnur segir að þótt slíkar vélar séu ekki til reiðu á Íslandi hafi íslensk þota verið útbúin með hraði þegar flóðbylgjan mikla varð í Asíu um jólin 2004 og send þangað.Búið um slasaðan farþega áður en hann var fluttur á söfnunarstað í flugskýli Isavia.Mynd/Ragnar Jón RagnarssonFriðfinnur útskýrir að í hópslysum fari slasaðir á söfnunarsvæði þar til þeir fara í flutning og er sinnt þar á meðan. „Þar safnast saman hjúkrunarlið, Rauði krossinn, björgunarsveitir og aðrir,“ segir hann. Þar sem sjúkrabílar séu fáir og fjöldi tiltækra sjúkrarúma takmarkaður og sveiflist frá degi til dags eftir mannafla og álagi á spítölunum sé hin svokallaða loftbrú; sjúkraflutningar með flugi, æfðir á pappírunum. Um þetta hafi Almannavarnir samninga við erlendar þjóðir. „Þetta yrði alltaf krefjandi verkefni,“ segir Friðfinnur og bendir jafnframt á að aðrar þjóðir myndu líkast til aðstoða við flutningana, sérstaklega ef þeirra borgarar væru meðal slasaðra. „Ef það myndi eitthvað stórt koma fyrir íslenskan hóp erlendis þá myndum við senda aðstoð.“ Friðfinnur, sem er björgunarsveitarmaður sjálfur, segir eftirtektarvert hversu mikil fjölgun sé á óhöppum með rútum þar sem legið hafi við hópslysi. Auk þess sem vegakerfið þoli illa álagið nefnir hann rútubílstjóra sem þekki ekki aðstæður hér en aki hér samt með farþega. „Í áhættugreiningu Almannavarna eru það fyrst og fremst rútuslys sem menn hafa áhyggjur af vegna þess að það er þekkt tölfræði að það er ekki hættulegt að fljúga,“ segir hann. Um 250 manns tóku þátt í stórri flugslysaæfingu á Akureyri á laugardag þar sem vél með áttatíu manns innanborðs átti að hafa farist. Yfir sjötíu statistar léku þá sem áttu að hafa verið um borð. Tveir sem áttu að fela sig á flugvallarsvæðinu fundust ekki áður en æfingunni lauk heldur gáfu sig sjálfir fram að henni lokinni. Friðfinnur, sem stjórnaði æfingunni eins og fyrr greinir, segir að umræddir tveir „farþegar“ hafi verið skilgreindir sem lítið slasaðir þannig að þeir hafi getað gengið. „Þú ert ekki fótbrotinn að ganga neitt frá. Þannig að það er lítið eða óslasað fólk sem myndi hugsanlega gera þetta. Þannig að þessi leit verður afgangs og það síðasta sem við gerum. Á þessari æfingu var svo mikið flug á meðan á henni stóð að við vorum alltaf að stoppa og náðum ekki að klára þennan leitarfasa,“ útskýrir Friðfinnur sem kveður alla þátttakendur í æfingunni hafa getað gefið henni einkunn rafrænt eftir að henni lauk. „Æfingin fékk yfir níu í einkunn þannig að ég er mjög ánægður.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Friðfinnur Freyr Guðmundsson, verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir getu Íslendinga til að takast á við stór hópslys líkast til ekki nógu góða. Friðfinnur, sem stýrði stórri flugslysaæfingu á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, bendir á að hugsanleg hópslys hérlendis séu alls ekki bundin við flug. Þau geti orðið í ferjum, skemmtiferðaskipum og hópferðabílum. „Þessar sviðsmyndir eru allar þekktar og hafa meðal annars verið tíundaðar í áhættuskoðun sem Almannavarnir gerðu,“ segir Friðfinnur sem kveður Isavia hafa styrkt viðbragðsaðila heima í héraði til þess að geta betur brugðist við hópslysum. „Við höfum til dæmis styrkt björgunarsveitirnar um 38 milljónir undanfarin ár til þess að þær verði betur í stakk búnar til þess að takast á við hópslys almennt, ekki bara flugslys,“ segir Friðfinnur. Það fé sé sérstaklega eyrnamerkt hópslysabúnaði. „Núna erum við með stórt verkefni næstu þrjú árin þar sem við erum að kaupa hópslysakerrur og dreifa um landið. Þær eru fyrir búnað þannig að það sé hægt að veita skjól og fyrstu umönnun á hópslysavettvangi utan alfararleiðar.“Friðfinnur Freyr Guðmundsson.Mynd/Guðbrandur Örn ArnarsonAð sögn Friðfinns erum við best undir það búin á suðvesturhorninu að takast á við hópslys. Annað gildi til dæmis um rútuslys á öræfum, flugslys á Hornafirði eða ferjuslys á Seyðisfirði þar sem viðbragðsaðilar hafi ekki mikið umleikis. Almannavarnir hafi hins vegar undanfarin tíu ár búið til séráætlanir þar sem tekið er á slíkum slysum. „Þar er skilgreint hverja á að kalla út, sem er allt heilbrigðiskerfið og björgunarsveitir og svo framvegis. Og síðan starfssvæðin; hvar við ætlum að safna slösuðu fólki þar sem það er frekar greint niður og hvert það muni fara,“ segir Friðfinnur sem kveður það hafa verið skoðað að senda slasaða úr landi. Það hafi meira að segja verið æft árið 2009 í samvinnu við SAS er flogið var með „slasaða“ frá Akureyri til Svíþjóðar. SAS-vélin sem um ræðir var innréttuð eins og bráðamóttaka. Friðfinnur segir að þótt slíkar vélar séu ekki til reiðu á Íslandi hafi íslensk þota verið útbúin með hraði þegar flóðbylgjan mikla varð í Asíu um jólin 2004 og send þangað.Búið um slasaðan farþega áður en hann var fluttur á söfnunarstað í flugskýli Isavia.Mynd/Ragnar Jón RagnarssonFriðfinnur útskýrir að í hópslysum fari slasaðir á söfnunarsvæði þar til þeir fara í flutning og er sinnt þar á meðan. „Þar safnast saman hjúkrunarlið, Rauði krossinn, björgunarsveitir og aðrir,“ segir hann. Þar sem sjúkrabílar séu fáir og fjöldi tiltækra sjúkrarúma takmarkaður og sveiflist frá degi til dags eftir mannafla og álagi á spítölunum sé hin svokallaða loftbrú; sjúkraflutningar með flugi, æfðir á pappírunum. Um þetta hafi Almannavarnir samninga við erlendar þjóðir. „Þetta yrði alltaf krefjandi verkefni,“ segir Friðfinnur og bendir jafnframt á að aðrar þjóðir myndu líkast til aðstoða við flutningana, sérstaklega ef þeirra borgarar væru meðal slasaðra. „Ef það myndi eitthvað stórt koma fyrir íslenskan hóp erlendis þá myndum við senda aðstoð.“ Friðfinnur, sem er björgunarsveitarmaður sjálfur, segir eftirtektarvert hversu mikil fjölgun sé á óhöppum með rútum þar sem legið hafi við hópslysi. Auk þess sem vegakerfið þoli illa álagið nefnir hann rútubílstjóra sem þekki ekki aðstæður hér en aki hér samt með farþega. „Í áhættugreiningu Almannavarna eru það fyrst og fremst rútuslys sem menn hafa áhyggjur af vegna þess að það er þekkt tölfræði að það er ekki hættulegt að fljúga,“ segir hann. Um 250 manns tóku þátt í stórri flugslysaæfingu á Akureyri á laugardag þar sem vél með áttatíu manns innanborðs átti að hafa farist. Yfir sjötíu statistar léku þá sem áttu að hafa verið um borð. Tveir sem áttu að fela sig á flugvallarsvæðinu fundust ekki áður en æfingunni lauk heldur gáfu sig sjálfir fram að henni lokinni. Friðfinnur, sem stjórnaði æfingunni eins og fyrr greinir, segir að umræddir tveir „farþegar“ hafi verið skilgreindir sem lítið slasaðir þannig að þeir hafi getað gengið. „Þú ert ekki fótbrotinn að ganga neitt frá. Þannig að það er lítið eða óslasað fólk sem myndi hugsanlega gera þetta. Þannig að þessi leit verður afgangs og það síðasta sem við gerum. Á þessari æfingu var svo mikið flug á meðan á henni stóð að við vorum alltaf að stoppa og náðum ekki að klára þennan leitarfasa,“ útskýrir Friðfinnur sem kveður alla þátttakendur í æfingunni hafa getað gefið henni einkunn rafrænt eftir að henni lauk. „Æfingin fékk yfir níu í einkunn þannig að ég er mjög ánægður.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira