Tífalt meiri losun frá álverum í Kína en Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2017 10:05 Álverið á Reyðarfirði er einn af stærstu einstöku losendum gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Forstjór þess telur ál hluta af lausn loftslagsvandans. Vísir/Valli Sú þróun að álframleiðsla í heiminum færist í auknum mæli til Kína er ekki góð með tilliti til loftslagsmála, að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar, forstjóra Fjarðaáls. Á ársfundi Umhverfisstofnunar sagði hann losun frá kínverskum álverum tífalt meiri en frá þeim íslensku. Loftslagsbreytingar eru þema ársfundar Umhverfisstofnunar að þessu sinni en Magnús Þór færði í erindi sínu þar rök fyrir því að ál væri hluti af lausn loftslagsvandans. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, hafði sagt að það gæti ekki verið sérstakt framlag Íslands í loftslagsmálum að laða mengandi stóriðju til landsins í opnunarávarpi fundarins. Áður hafði Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur stofnunarinnar, lýst því hvernig losun frá iðnaði á Íslandi hefur aukist um 112% á tímabili Kyoto-bókunarinnar og losun almennt um 28%. Ýmislegt bendi til þess að Ísland þurfi að kaupa sér losunarheimildir til þess að standast skuldbindingar sínar á síðara tímabili Kyoto sem lýkur árið 2020. Þá hafði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bent á að þrátt fyrir háleit markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar við 1,5°C þá hrökkvi boðaðar aðgerðir ekki til. Þannig þyrfti markmið Evrópusambandsríkja að vera 55% samdráttur losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 en ekki 40%.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls.Vísir/GVAMeira en helmingur álframleiðslunnar í KínaMagnús Þór lýsti því hins vegar hvernig dregið hefði úr hlutfallslegri losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu áls á undanförnum árum og hvernig ál sem slíkt gæti átt þátt í að minnka orkunotkun og útblástur. Þannig gæti eitt kíló af áli í stað stáls í bíl sparað 20 kíló af koltvísýringslosun á líftíma Íslands. Að sama skapi gætu 20 milljónir tonna af áli í samgöngutækjum sparað 500 milljón tonn af losun eða hundrað milljarða lítra af olíu. Þá væri ál endurnýtanlegur málmur sem tapaði hvorki eiginleikum né gæðum við endurvinnslu. Þannig væru 75% af áli sem framleitt hafi verið í heiminum enn í notkun. Eiginleikar álsins geti ennfremur minnkað eldsneytisnotkun vegna þess hversu létt það er og dregið úr orkunotkun í raftækum eins og tölvum vegna þess hversu vel það leiðir hita. Varaði Magnús Þór við þeirri þróun að álframleiðsla færðist í auknum mæli til Kína. Meira en helmingur heildarframleiðslu áls í heiminum fer nú fram í Kína þar sem orka er fyrst og fremst framleidd með brennslu brúnkola. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda við framleiðsluna í Kína sagði hann tífalt meiri en á Íslandi þar sem raforka væri framleidd með vatnsafli. „Þetta er ekki góð þróun, sérstaklega með tilliti til loftslagsmála,“ sagði forstjóri Fjarðaáls. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sú þróun að álframleiðsla í heiminum færist í auknum mæli til Kína er ekki góð með tilliti til loftslagsmála, að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar, forstjóra Fjarðaáls. Á ársfundi Umhverfisstofnunar sagði hann losun frá kínverskum álverum tífalt meiri en frá þeim íslensku. Loftslagsbreytingar eru þema ársfundar Umhverfisstofnunar að þessu sinni en Magnús Þór færði í erindi sínu þar rök fyrir því að ál væri hluti af lausn loftslagsvandans. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, hafði sagt að það gæti ekki verið sérstakt framlag Íslands í loftslagsmálum að laða mengandi stóriðju til landsins í opnunarávarpi fundarins. Áður hafði Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur stofnunarinnar, lýst því hvernig losun frá iðnaði á Íslandi hefur aukist um 112% á tímabili Kyoto-bókunarinnar og losun almennt um 28%. Ýmislegt bendi til þess að Ísland þurfi að kaupa sér losunarheimildir til þess að standast skuldbindingar sínar á síðara tímabili Kyoto sem lýkur árið 2020. Þá hafði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bent á að þrátt fyrir háleit markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar við 1,5°C þá hrökkvi boðaðar aðgerðir ekki til. Þannig þyrfti markmið Evrópusambandsríkja að vera 55% samdráttur losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 en ekki 40%.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls.Vísir/GVAMeira en helmingur álframleiðslunnar í KínaMagnús Þór lýsti því hins vegar hvernig dregið hefði úr hlutfallslegri losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu áls á undanförnum árum og hvernig ál sem slíkt gæti átt þátt í að minnka orkunotkun og útblástur. Þannig gæti eitt kíló af áli í stað stáls í bíl sparað 20 kíló af koltvísýringslosun á líftíma Íslands. Að sama skapi gætu 20 milljónir tonna af áli í samgöngutækjum sparað 500 milljón tonn af losun eða hundrað milljarða lítra af olíu. Þá væri ál endurnýtanlegur málmur sem tapaði hvorki eiginleikum né gæðum við endurvinnslu. Þannig væru 75% af áli sem framleitt hafi verið í heiminum enn í notkun. Eiginleikar álsins geti ennfremur minnkað eldsneytisnotkun vegna þess hversu létt það er og dregið úr orkunotkun í raftækum eins og tölvum vegna þess hversu vel það leiðir hita. Varaði Magnús Þór við þeirri þróun að álframleiðsla færðist í auknum mæli til Kína. Meira en helmingur heildarframleiðslu áls í heiminum fer nú fram í Kína þar sem orka er fyrst og fremst framleidd með brennslu brúnkola. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda við framleiðsluna í Kína sagði hann tífalt meiri en á Íslandi þar sem raforka væri framleidd með vatnsafli. „Þetta er ekki góð þróun, sérstaklega með tilliti til loftslagsmála,“ sagði forstjóri Fjarðaáls.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira