Loftslagsaðgerðir í stað rauðs dregils fyrir stóriðju Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2017 09:24 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, útilokaði frekar stóriðjuuppbyggingu á ársfundi Umhverfisstofnunar. Vísir/Eyþór Rauða dregli íslenskra stjórnvalda fyrir erlenda stóriðju hefur verið rúllað upp og í staðinn eru komnar aðgerðir í loftslagsmálum, að sögn Bjartrar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra. Í ávarpi við upphaf ársfundar Umhverfisstofnunar í morgun sagðist Björt ekki kvitta upp á að það sé sérstakt framlag Íslands í loftslagsmálum að laða mengandi stóriðju til landsins. Sérstaklega var fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á ársfundi stofnunarinnar og spurt hvort að upp væri runnin ögurstund. Þeirri spurningu svaraði Björt játandi. Vísaði hún til nýrrar skýrslu Norðurskautsráðsins þar sem fram kom að norðurslóðir eins og við þekkjum þær í dag muni brátt heyra sögunni til enda sé hlýnun þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Jafnvel þó að ríki heims nái markmiði sínu um að halda hnattrænni hlýnun við 2°C verði Norður-Íshafið að mestu íslaust innan þriggja áratuga. Björt sagði að þrátt fyrir það væri ekki of seint að bregðast við því tryggja þyrfti að verstu sviðsmyndir loftslagsbreytinga yrðu ekki að veruleika. Allir yrðu þar að leggjast á árarnar og stjórnvöld þurfi að taka saman höndum við atvinnulíf, vísindasamtök og almenning.Skárra að reisa álverin í Suður-AmeríkuRáðherrann var gagnrýninn á þá stóriðjuuppbyggingu sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og áratugi og sagði forsjá hafa skort. Ísland sé nú ellefti stærsti álframleiðandi heims og samt telji sumir ekki nóg að gert eins og hálfbyggð grind álvers í Helguvík beri meðal annars vitni um. Íslensku áliðnaður hafi stært sig af því að vera sá umhverfisvænasti í heimi. Engu að síður sagði Björt það svo að hingað til lands þyrfti að flytja hundruð þúsunda tonna af súráli þúsundir kílómetra með skipum. Sagði Björt að væri menn raunverulega að hugsa um umhverfisáhrif stóriðju af þessu tagi væri það skárri kostur að reisa álver í Suður-Ameríku þaðan sem súrálið væri flutt en þar sé vatnsafl einnig að finna í miklu magni. Hrósaði Björt þó íslenska áliðnaðinum fyrir árangur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegundarinnar flóurkolefnis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri UST.Hitaveituvæðing í samgöngumKristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði loftslagsmál birtingarmynd neyslusamfélagsins. Horfast verði í augu við að það verði ekki átakalaust að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við þurfum að ráðast í raunverulegar breytingar og nokkuð hratt,“ sagði Kristín Linda. Í þessu sambandi sagði hún að hlutur Íslands í sameiginlegu markmiði ESB-ríkja og Noregs um að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030 samkvæmt Parísarsamkomulaginu gæti numið allt að 40%. Skammur tími sé til stefnu en forstjórinn sagði að Íslendingar gætu náð því markmiði. Þannig benti hún á að ótrúlega skamman tíma hafi tekið á sínum tíma að skipta úr olíu og kolum í heitt vatn við húshitun. Þar hafi verið skýr sýn og peningar settir í verkefnið. „Við þurfum að endurtaka þennan leik í samgöngum,“ sagði Kristín Linda. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Rauða dregli íslenskra stjórnvalda fyrir erlenda stóriðju hefur verið rúllað upp og í staðinn eru komnar aðgerðir í loftslagsmálum, að sögn Bjartrar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra. Í ávarpi við upphaf ársfundar Umhverfisstofnunar í morgun sagðist Björt ekki kvitta upp á að það sé sérstakt framlag Íslands í loftslagsmálum að laða mengandi stóriðju til landsins. Sérstaklega var fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á ársfundi stofnunarinnar og spurt hvort að upp væri runnin ögurstund. Þeirri spurningu svaraði Björt játandi. Vísaði hún til nýrrar skýrslu Norðurskautsráðsins þar sem fram kom að norðurslóðir eins og við þekkjum þær í dag muni brátt heyra sögunni til enda sé hlýnun þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Jafnvel þó að ríki heims nái markmiði sínu um að halda hnattrænni hlýnun við 2°C verði Norður-Íshafið að mestu íslaust innan þriggja áratuga. Björt sagði að þrátt fyrir það væri ekki of seint að bregðast við því tryggja þyrfti að verstu sviðsmyndir loftslagsbreytinga yrðu ekki að veruleika. Allir yrðu þar að leggjast á árarnar og stjórnvöld þurfi að taka saman höndum við atvinnulíf, vísindasamtök og almenning.Skárra að reisa álverin í Suður-AmeríkuRáðherrann var gagnrýninn á þá stóriðjuuppbyggingu sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og áratugi og sagði forsjá hafa skort. Ísland sé nú ellefti stærsti álframleiðandi heims og samt telji sumir ekki nóg að gert eins og hálfbyggð grind álvers í Helguvík beri meðal annars vitni um. Íslensku áliðnaður hafi stært sig af því að vera sá umhverfisvænasti í heimi. Engu að síður sagði Björt það svo að hingað til lands þyrfti að flytja hundruð þúsunda tonna af súráli þúsundir kílómetra með skipum. Sagði Björt að væri menn raunverulega að hugsa um umhverfisáhrif stóriðju af þessu tagi væri það skárri kostur að reisa álver í Suður-Ameríku þaðan sem súrálið væri flutt en þar sé vatnsafl einnig að finna í miklu magni. Hrósaði Björt þó íslenska áliðnaðinum fyrir árangur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegundarinnar flóurkolefnis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri UST.Hitaveituvæðing í samgöngumKristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði loftslagsmál birtingarmynd neyslusamfélagsins. Horfast verði í augu við að það verði ekki átakalaust að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við þurfum að ráðast í raunverulegar breytingar og nokkuð hratt,“ sagði Kristín Linda. Í þessu sambandi sagði hún að hlutur Íslands í sameiginlegu markmiði ESB-ríkja og Noregs um að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030 samkvæmt Parísarsamkomulaginu gæti numið allt að 40%. Skammur tími sé til stefnu en forstjórinn sagði að Íslendingar gætu náð því markmiði. Þannig benti hún á að ótrúlega skamman tíma hafi tekið á sínum tíma að skipta úr olíu og kolum í heitt vatn við húshitun. Þar hafi verið skýr sýn og peningar settir í verkefnið. „Við þurfum að endurtaka þennan leik í samgöngum,“ sagði Kristín Linda.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira