Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Á YouTube má finna ótal myndbönd af lífsstílsbloggurum prófa kolavörur sem eiga að hvítta tennur. Skjáskot/YouTube „Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira