Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Á YouTube má finna ótal myndbönd af lífsstílsbloggurum prófa kolavörur sem eiga að hvítta tennur. Skjáskot/YouTube „Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira
„Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira