Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Á YouTube má finna ótal myndbönd af lífsstílsbloggurum prófa kolavörur sem eiga að hvítta tennur. Skjáskot/YouTube „Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent