Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Á YouTube má finna ótal myndbönd af lífsstílsbloggurum prófa kolavörur sem eiga að hvítta tennur. Skjáskot/YouTube „Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
„Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsivörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunarvörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tannlækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tannkremsformi, og sagði markaðssetningu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst markaðssettar til að höfða til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum framleiðendum sem að sjálfsögðu fullyrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kókoshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfæringarkraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins.Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ.Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tannlýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslausar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virtasta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Verulegur skortur er á traustum rannsóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíðefni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í samanburði.Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við læknadeild HÍ.Vilhelm Grétar segir að í greininni í JADA hafi komið fram frásagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold notenda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþættinum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, forstöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekktir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þættinum.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira