Fór í hjartastopp í ræktinni í Ásvallalaug: Þakklátur bjargvættum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:40 Geir Friðgeirsson, ásamt bjargvættum sínum, þeim Stefáni Reynissyni, Aron Erni Stefánssyni og Bergsveini Kristinssyni. Hafnarfjarðarbær Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira