Fór í hjartastopp í ræktinni í Ásvallalaug: Þakklátur bjargvættum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:40 Geir Friðgeirsson, ásamt bjargvættum sínum, þeim Stefáni Reynissyni, Aron Erni Stefánssyni og Bergsveini Kristinssyni. Hafnarfjarðarbær Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira