Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag Benedikt Bóas skrifar 6. desember 2017 06:30 Þær tvíburasystur voru spariklæddar og glæsilegar þegar þær hittust í gær. Kristbjörg til vinstri ásamt systur sinni Bergljótu til hægri. vísir/Ernir „Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira