Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag Benedikt Bóas skrifar 6. desember 2017 06:30 Þær tvíburasystur voru spariklæddar og glæsilegar þegar þær hittust í gær. Kristbjörg til vinstri ásamt systur sinni Bergljótu til hægri. vísir/Ernir „Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira