Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag Benedikt Bóas skrifar 6. desember 2017 06:30 Þær tvíburasystur voru spariklæddar og glæsilegar þegar þær hittust í gær. Kristbjörg til vinstri ásamt systur sinni Bergljótu til hægri. vísir/Ernir „Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira