Natan er fórnarlamb og gerandi en ekki til frásagnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:45 Birna Rún, Stefán Hallur, Kjartan Darri og Edda Björg í hlutverkum sínum. Mynd/Tobbi Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“ Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“
Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“