Natan er fórnarlamb og gerandi en ekki til frásagnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:45 Birna Rún, Stefán Hallur, Kjartan Darri og Edda Björg í hlutverkum sínum. Mynd/Tobbi Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“ Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kvöddu með stæl Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“
Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kvöddu með stæl Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið