Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Svavar Hávarðsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að ráðuneyti hennar, ásamt fjármálaráðuneytinu, fengi heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Skútustaðahrepps um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillöguna. Málið teygir sig allnokkur ár aftur í tímann. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs til þessa. Tilefnið er bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis en fyrst og síðast áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem vann úttekt á fráveitumálum sveitarfélagsins, var sú að kostnaður sveitarfélagsins væri rúmlega 300 milljónir króna. Í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er í kringum 400 milljónir. Sveitarstjórnarmenn hafa því fyrir löngu kynnt yfirvöldum þá niðurstöðu að sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að taka verkefni sem þetta að sér eitt og óstutt. Það er viðfangsefni viðræðnanna sem nú hefjast að komast að niðurstöðu um það hvort, og hversu stóran hluta verkefnisins ríkið er tilbúið að axla. Óhemju magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 eru talin skýr merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga sýndu þá tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Blábakteríublómar eru náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar skapaðist það ástand við vatnið þessi sumur að bakteríurnar yfirtóku lífríkið suma daga. Líkur á því að óhófleg losun næringarefna í Mývatn hafi með þetta að gera eru taldar miklar – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að ráðuneyti hennar, ásamt fjármálaráðuneytinu, fengi heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Skútustaðahrepps um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillöguna. Málið teygir sig allnokkur ár aftur í tímann. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs til þessa. Tilefnið er bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis en fyrst og síðast áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem vann úttekt á fráveitumálum sveitarfélagsins, var sú að kostnaður sveitarfélagsins væri rúmlega 300 milljónir króna. Í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er í kringum 400 milljónir. Sveitarstjórnarmenn hafa því fyrir löngu kynnt yfirvöldum þá niðurstöðu að sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að taka verkefni sem þetta að sér eitt og óstutt. Það er viðfangsefni viðræðnanna sem nú hefjast að komast að niðurstöðu um það hvort, og hversu stóran hluta verkefnisins ríkið er tilbúið að axla. Óhemju magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 eru talin skýr merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga sýndu þá tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Blábakteríublómar eru náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar skapaðist það ástand við vatnið þessi sumur að bakteríurnar yfirtóku lífríkið suma daga. Líkur á því að óhófleg losun næringarefna í Mývatn hafi með þetta að gera eru taldar miklar – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira