Flottustu og ljótustu kjólarnir á Óskarnum Guðný Hrönn skrifar 28. febrúar 2017 22:00 Leslie Mann, Dakota Johnson og Janelle Monaé á Óskarnum. NORDICPHOTOS/AFP Óskarsverðlaunahátíðin er alltaf jafn mikil veisla fyrir tískuáhugafólk. Lífið fékk nokkra tískuspekúlanta til að velja flottasta og ljótasta kjólinn á Óskarnum að þeirra mati.Leslie Mann mætti í gulu.Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson „Best klædd að mínu mati var Dakota Johnson í kjól frá Gucci, það eru eflaust ekki allir sammála mér. Kjóllinn gerir hið ómögulega mögulegt, að láta „bow on front“ líta vel út. Mér finnst þessi kjóll áberandi flottur og hún bar sig fallega í honum. Liturinn einstaklega flottur og heildarlúkkið heppnaðist vel.“ „Ég verð að segja að sú verst klædda sér Leslie Mann í Zac Posen. Kjóllinn er klunnalengur, sinnepsgulur, þungur og „bow on front“ heppnast einmitt ekki vel þarna. Hún sjálf leit ótrúlega fallega út en tekur þó titilinn „versti kjóllinn á hátíðinni“ að mínu mati.“Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Hilmarsson„Okei, ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist var ekki góður 20’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig (áður en hún breytti honum) í kvikmyndinni Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana.“Emma Stone sló í gegn á Óskarnum.Mynd/Getty„Sá besti er Givenchy-kjóllinn hennar Emmu Stone. Gullið er fullkomið fyrir hennar húð- og hárlit og sniðið er fallegt. Og ekki kvarta ég yfir fallegu handgerðu bróderíi. Glæsilegur kjóll á fallegri og einstaklegra hæfileikaríkri konu.“Bloggarinn og búðareigandinn Hildur Ragnarsdóttir„Best klædd var Hailee Steinfeld í Ralph & Russo. Fallegt heildarlúkk og minimalískt yfirbragð. Fíla.“ „Janelle Monaé in Elie Saab var verst klædd að mínu mati. Eins mikið og ég held uppá Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíðin er alltaf jafn mikil veisla fyrir tískuáhugafólk. Lífið fékk nokkra tískuspekúlanta til að velja flottasta og ljótasta kjólinn á Óskarnum að þeirra mati.Leslie Mann mætti í gulu.Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson „Best klædd að mínu mati var Dakota Johnson í kjól frá Gucci, það eru eflaust ekki allir sammála mér. Kjóllinn gerir hið ómögulega mögulegt, að láta „bow on front“ líta vel út. Mér finnst þessi kjóll áberandi flottur og hún bar sig fallega í honum. Liturinn einstaklega flottur og heildarlúkkið heppnaðist vel.“ „Ég verð að segja að sú verst klædda sér Leslie Mann í Zac Posen. Kjóllinn er klunnalengur, sinnepsgulur, þungur og „bow on front“ heppnast einmitt ekki vel þarna. Hún sjálf leit ótrúlega fallega út en tekur þó titilinn „versti kjóllinn á hátíðinni“ að mínu mati.“Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Hilmarsson„Okei, ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist var ekki góður 20’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig (áður en hún breytti honum) í kvikmyndinni Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana.“Emma Stone sló í gegn á Óskarnum.Mynd/Getty„Sá besti er Givenchy-kjóllinn hennar Emmu Stone. Gullið er fullkomið fyrir hennar húð- og hárlit og sniðið er fallegt. Og ekki kvarta ég yfir fallegu handgerðu bróderíi. Glæsilegur kjóll á fallegri og einstaklegra hæfileikaríkri konu.“Bloggarinn og búðareigandinn Hildur Ragnarsdóttir„Best klædd var Hailee Steinfeld í Ralph & Russo. Fallegt heildarlúkk og minimalískt yfirbragð. Fíla.“ „Janelle Monaé in Elie Saab var verst klædd að mínu mati. Eins mikið og ég held uppá Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira