Innlent

Konur ógnuðu unglingum í Grafarvogi

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð Vísir/Pjetur
Fjórir voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri í nótt, sem er óvenju mikill fjöldi. Allir höfðu orðið sjálfum sér og öðrum til vandræða vegna ofneyslu á fíkniefnum og áfengi, að sögn lögreglu, og sumir áttu auk þess við geðræn vandamál að stríða.

Hann var óvenju brotlegur ökumaðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók við Skógarsel í gærkvöldi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis, hann var réttindalaus eftir að hafa ítrekað verið sviptur þeim, auk þess sem hann er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Síðar um kvöldið var tilkynnt um tvær ungar konur sem voru að ógna unglingum við Spöngina í Grafarvogi. Þær voru farnar þegar lögregla kom á vettvang en í ljós kom að bílnum, sem þær voru á, hafði verið stolið fyrr um kvöldið. Þeirra og bílsins er nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×