Eðalmygla og ofurhetjur 12. desember 2017 10:00 Ásmundur Helgason, eigandi Drápu, kynnir tvær spennandi bækur í jólapakkann, Litlu vínbókina og Handbók fyrir ofurhetjur. mynd/Anton Brink KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira