Erlent

Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
James Comey mun ræða um samskipti sín við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.
James Comey mun ræða um samskipti sín við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan auk þess sem að fylgst verður með framvindu mála í beinni textalýsingu.

Í yfirlýsingu Comey vegna málsins sem birt var í gær lýsti hann því sem þeim fór á milli en Trump hafði sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa.

Comey varð ekki við þeirri beiðni og var hann rekinn skömmu síðar. Mun Comey ávarpa nefndina og síðan munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.