Fann fyrir miklum létti þegar hælinu var lokað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 20:30 Fyrrverandi starfsmaður á Kópavogshæli segir það hafa verið mikinn létti þegar stofnunin var lögð niður. Hann segir viðhorf starfsmanna þar hafa verið framan af að sinna aðeins grunnþörfum íbúanna, og lýsir því þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni, án þess að hafa aðgang að vatni eða salerni. Sláandi skýrsla Vistheimilisnefndar um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Þar er því lýst hvernig börn máttu sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi, auk harðræðis á meðan á vistun stóð.12 ára drengur læstur inni í salernislausu herbergi á nóttunniÞóroddur Þórarinsson starfaði í tvígang á hælinu. Hann segist einu sinni hafa orðið vitni að ofbeldi gegn barni, þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni. „Hann var erfiður og sumar næturvaktir, sem voru fullorðnar konur með þrjár deildir, þær treystu sér ekki til að aðstoða hann við að skipta um bleyju. Þær kíktu bara á gluggann. Það voru svona aðstæður sem við myndum alls ekki bjóða upp á í dag. Hann gat ekki farið á klósett, hann gat ekki fengið sér vatn og varð bara að bíða eftir morgunvaktinni í mörgum tilfellum,“ segir hann.Viðhorf starfsfólks að sinna bara grunnþörfum Þóroddur segir viðhorf eldra starfsfólks á hælinu hafa verið að sinna aðeins grunnþörfum íbúa. „Það komu ungar stúlkur sem vildu gera vel og voru jafnvel að aðstoða konur við að snyrta sig, naglalakka og svoleiðis. Eldra starfsfólk eiginlega hnýtti í þær fyrir það. Hvað þær væru að dúlla sér lengi við að sinna þessum. Það virtist vera viðhorf sem var bara að sinna nauðþörfum,“ segir hann. Í seinna skiptið sem Þóroddur starfaði á hælinu hafði hann lokið námi í þroskaþjálfun og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta þar starfsháttum. Hann segir það hafa verið mikinn létti þegar Kópavogshæli var lagt niður. „Í smáskrefum tókst okkur að afnema matarrefsingar strax og stíga skref í að gera Kópavogshæli heimilislegra. Og börðumst jafnframt fyrir því að það yrði lagt niður, sem var svo á endanum gert.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á Kópavogshæli segir það hafa verið mikinn létti þegar stofnunin var lögð niður. Hann segir viðhorf starfsmanna þar hafa verið framan af að sinna aðeins grunnþörfum íbúanna, og lýsir því þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni, án þess að hafa aðgang að vatni eða salerni. Sláandi skýrsla Vistheimilisnefndar um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Þar er því lýst hvernig börn máttu sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi, auk harðræðis á meðan á vistun stóð.12 ára drengur læstur inni í salernislausu herbergi á nóttunniÞóroddur Þórarinsson starfaði í tvígang á hælinu. Hann segist einu sinni hafa orðið vitni að ofbeldi gegn barni, þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni. „Hann var erfiður og sumar næturvaktir, sem voru fullorðnar konur með þrjár deildir, þær treystu sér ekki til að aðstoða hann við að skipta um bleyju. Þær kíktu bara á gluggann. Það voru svona aðstæður sem við myndum alls ekki bjóða upp á í dag. Hann gat ekki farið á klósett, hann gat ekki fengið sér vatn og varð bara að bíða eftir morgunvaktinni í mörgum tilfellum,“ segir hann.Viðhorf starfsfólks að sinna bara grunnþörfum Þóroddur segir viðhorf eldra starfsfólks á hælinu hafa verið að sinna aðeins grunnþörfum íbúa. „Það komu ungar stúlkur sem vildu gera vel og voru jafnvel að aðstoða konur við að snyrta sig, naglalakka og svoleiðis. Eldra starfsfólk eiginlega hnýtti í þær fyrir það. Hvað þær væru að dúlla sér lengi við að sinna þessum. Það virtist vera viðhorf sem var bara að sinna nauðþörfum,“ segir hann. Í seinna skiptið sem Þóroddur starfaði á hælinu hafði hann lokið námi í þroskaþjálfun og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta þar starfsháttum. Hann segir það hafa verið mikinn létti þegar Kópavogshæli var lagt niður. „Í smáskrefum tókst okkur að afnema matarrefsingar strax og stíga skref í að gera Kópavogshæli heimilislegra. Og börðumst jafnframt fyrir því að það yrði lagt niður, sem var svo á endanum gert.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira