Fann fyrir miklum létti þegar hælinu var lokað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 20:30 Fyrrverandi starfsmaður á Kópavogshæli segir það hafa verið mikinn létti þegar stofnunin var lögð niður. Hann segir viðhorf starfsmanna þar hafa verið framan af að sinna aðeins grunnþörfum íbúanna, og lýsir því þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni, án þess að hafa aðgang að vatni eða salerni. Sláandi skýrsla Vistheimilisnefndar um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Þar er því lýst hvernig börn máttu sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi, auk harðræðis á meðan á vistun stóð.12 ára drengur læstur inni í salernislausu herbergi á nóttunniÞóroddur Þórarinsson starfaði í tvígang á hælinu. Hann segist einu sinni hafa orðið vitni að ofbeldi gegn barni, þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni. „Hann var erfiður og sumar næturvaktir, sem voru fullorðnar konur með þrjár deildir, þær treystu sér ekki til að aðstoða hann við að skipta um bleyju. Þær kíktu bara á gluggann. Það voru svona aðstæður sem við myndum alls ekki bjóða upp á í dag. Hann gat ekki farið á klósett, hann gat ekki fengið sér vatn og varð bara að bíða eftir morgunvaktinni í mörgum tilfellum,“ segir hann.Viðhorf starfsfólks að sinna bara grunnþörfum Þóroddur segir viðhorf eldra starfsfólks á hælinu hafa verið að sinna aðeins grunnþörfum íbúa. „Það komu ungar stúlkur sem vildu gera vel og voru jafnvel að aðstoða konur við að snyrta sig, naglalakka og svoleiðis. Eldra starfsfólk eiginlega hnýtti í þær fyrir það. Hvað þær væru að dúlla sér lengi við að sinna þessum. Það virtist vera viðhorf sem var bara að sinna nauðþörfum,“ segir hann. Í seinna skiptið sem Þóroddur starfaði á hælinu hafði hann lokið námi í þroskaþjálfun og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta þar starfsháttum. Hann segir það hafa verið mikinn létti þegar Kópavogshæli var lagt niður. „Í smáskrefum tókst okkur að afnema matarrefsingar strax og stíga skref í að gera Kópavogshæli heimilislegra. Og börðumst jafnframt fyrir því að það yrði lagt niður, sem var svo á endanum gert.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á Kópavogshæli segir það hafa verið mikinn létti þegar stofnunin var lögð niður. Hann segir viðhorf starfsmanna þar hafa verið framan af að sinna aðeins grunnþörfum íbúanna, og lýsir því þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni, án þess að hafa aðgang að vatni eða salerni. Sláandi skýrsla Vistheimilisnefndar um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Þar er því lýst hvernig börn máttu sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi, auk harðræðis á meðan á vistun stóð.12 ára drengur læstur inni í salernislausu herbergi á nóttunniÞóroddur Þórarinsson starfaði í tvígang á hælinu. Hann segist einu sinni hafa orðið vitni að ofbeldi gegn barni, þegar tólf ára drengur var læstur inni á nóttunni. „Hann var erfiður og sumar næturvaktir, sem voru fullorðnar konur með þrjár deildir, þær treystu sér ekki til að aðstoða hann við að skipta um bleyju. Þær kíktu bara á gluggann. Það voru svona aðstæður sem við myndum alls ekki bjóða upp á í dag. Hann gat ekki farið á klósett, hann gat ekki fengið sér vatn og varð bara að bíða eftir morgunvaktinni í mörgum tilfellum,“ segir hann.Viðhorf starfsfólks að sinna bara grunnþörfum Þóroddur segir viðhorf eldra starfsfólks á hælinu hafa verið að sinna aðeins grunnþörfum íbúa. „Það komu ungar stúlkur sem vildu gera vel og voru jafnvel að aðstoða konur við að snyrta sig, naglalakka og svoleiðis. Eldra starfsfólk eiginlega hnýtti í þær fyrir það. Hvað þær væru að dúlla sér lengi við að sinna þessum. Það virtist vera viðhorf sem var bara að sinna nauðþörfum,“ segir hann. Í seinna skiptið sem Þóroddur starfaði á hælinu hafði hann lokið námi í þroskaþjálfun og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta þar starfsháttum. Hann segir það hafa verið mikinn létti þegar Kópavogshæli var lagt niður. „Í smáskrefum tókst okkur að afnema matarrefsingar strax og stíga skref í að gera Kópavogshæli heimilislegra. Og börðumst jafnframt fyrir því að það yrði lagt niður, sem var svo á endanum gert.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira