Innlent

Magnað sjónarspil er eldingu laust niður í Heimaklett

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skjáskot.
Eyjamaðurinn Andri Hugo Runólfsson hafði heppnina með sér í dag þegar hann, fyrir einskæra tilviljun, náði myndbandi af eldingu sem laust niður í Heimaklett. Töluvert þrumuveður hefur verið á landinu í dag - svo mikið að einhverjir Eyjamenn vöknuðu meira að segja af værum blundi við lætin.

Myndbandið birti hann á Facebook síðu sinni nú skömmu eftir hádegi og hefur myndbandið vakið mikla athygli.

Því hefur á rúmlega klukksutund verið deilt nærri 50 sinnum og við færslun hafa skapast fjörugar umræður.

Andri útskýrir að hann hafi verið að taka myndskeið á Snapchat, sem að hámarki geta verið 10 sekúndna löng, þegar eldingunni laust niður. Því er óhætt að segja að heppnin hafi svo sannarlega verið með honum enda enginn hægðarleikur að fanga eldingar í svo þröngum tímaramma.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan en það er spilað þrisvar sinnum, hægar eftir því sem á líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×