Gagnrýna tvískinnung í norsku fiskeldi Svavar Hávarðsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Erfðamengun frá sjókvíaeldi ógnar íslenska laxastofninum – enda eldisfiskurinn af norskum uppruna. mynd/nasf Landssamband veiðifélaga lýsir þungum áhyggjum af fyrirætlunum laxeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm um stóraukið laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Ekki síður gagnrýnir LV þann tvískinnung eiganda fyrirtækisins að stunda „grænt eldi“ í heimalandinu Noregi, en ekki hérlendis. Arctic Sea Farm, sem áður hét Dýrfiskur, hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið hefur nú þegar leyfi til eldis á norskum laxi í Dýrafirði. Fyrirtækið er í helmingseigu Norway Royal Salmon, 47,5 prósent í eigu aðila sem skráðir eru á Kýpur og 2,5 prósent í eigu Novo ehf., segir í fréttatilkynningu LV. Í matsáætluninni kemur fram að fyrirtækið vill leyfi til að flytja inn norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er til að mynda bannað í Noregi, þar sem lög kveða á um að óheimilt sé að flytja inn erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Í tilkynningu LV kemur fram að Norway Royal Salmon hefur nú yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum í Noregi, en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldan fisk til eldis. „Norway Royal Salmon ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Fyrirtækið er því tilbúið til að stunda grænt eldi heima við en ekki í íslenskri náttúru með tilheyrandi hættu. Notkun geldstofna ryður sér nú til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði norskra laxa í sjókvíum við Ísland.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Landssamband veiðifélaga lýsir þungum áhyggjum af fyrirætlunum laxeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm um stóraukið laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Ekki síður gagnrýnir LV þann tvískinnung eiganda fyrirtækisins að stunda „grænt eldi“ í heimalandinu Noregi, en ekki hérlendis. Arctic Sea Farm, sem áður hét Dýrfiskur, hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið hefur nú þegar leyfi til eldis á norskum laxi í Dýrafirði. Fyrirtækið er í helmingseigu Norway Royal Salmon, 47,5 prósent í eigu aðila sem skráðir eru á Kýpur og 2,5 prósent í eigu Novo ehf., segir í fréttatilkynningu LV. Í matsáætluninni kemur fram að fyrirtækið vill leyfi til að flytja inn norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er til að mynda bannað í Noregi, þar sem lög kveða á um að óheimilt sé að flytja inn erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Í tilkynningu LV kemur fram að Norway Royal Salmon hefur nú yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum í Noregi, en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldan fisk til eldis. „Norway Royal Salmon ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Fyrirtækið er því tilbúið til að stunda grænt eldi heima við en ekki í íslenskri náttúru með tilheyrandi hættu. Notkun geldstofna ryður sér nú til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði norskra laxa í sjókvíum við Ísland.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira