Innlent

Nautgripir teknir af bónda vegna vanfóðrunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessir nautgripir tengjast fréttinni ekki beint.
Þessir nautgripir tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán
Matvælastofnun hefur svipt bónda á Suðurlandi nautgripum sínum vegna vanfóðrunar. Slátra þurfti átta af 40 nautgripum á mjólkurbýlinu vegna ástands þeirra. Við eftirlit á mjólkurbýlinu þann 31. janúar og 1. febrúar var ástand gripanna metið það slæmt að aðgerðir þoldu enga bið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar kemur fram að vörslusviptingin hafi verið framkvæmd strax að lokinni síðari úttektinni og verið sé að vinna í því að bæta fóðrun og aðbúnað dýranna.

Í lok janúar lagði Matvælastofnun hald á 215 nautgripi frá Brimnesi við Eyjafjörð og var 45 þeirra ekið til slátrunar. Eigendur bæjarins sögðu Matvælastofnun hafa farið allt of geyst og voru ósáttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×