Ósáttir við aðgerðir á vanhirtum búfénaði Sveinn Arnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Arnar Gústafsson, bóndi á Brimnesi. vísir/Sveinn Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira