Skilur ekki af hverju álitamál um kjörgengi endar hjá forsætisnefnd Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi segir óskiljanlegt að umræða um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur fari fram á forsætisnefndarfundum borgarstjórnar en ekki á borgarstjórnarfundum. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið að vafi leiki á kjörgengi borgarfulltrúans og óskað hafi verið eftir lögfræðiálitum frá tveimur aðilum vegna þess. Sveinbjörg Birna spurðist fyrir um málið á borgarstjórnarfundi í fyrradag. „18. október 2017 birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem sagt var frá vafa um kjörgengi borgarfulltrúans Kristínar Soffíu Jónsdóttur, en deginum áður 17. október hafði hún setið fund borgarstjórnar. Ekkert var rætt um vafa á kjörgengi hennar í sal borgarstjórnar. Ekki er að sjá í fundargerðum forsætisnefndar að neinar umræður hafi farið þar fram um kjörgengi hennar og fyrst er að sjá það í fundargerð 23. október 2017,“ segir Sveinbjörg. Sveinbjörg segir að verkefni forsætisnefndar séu tiltekin í samþykkt hennar. „Ekki er hægt að sjá hvernig álitamál um kjörgengi sé komið inn á borð forsætisnefndar enda hvergi að sjá að því máli hafi verið vísað til hennar. Því er óskað eftir skriflegu svari frá borgarlögmanni um valdsvið forsætisnefndar til að fjalla um vafa um kjörgengi, sérstaklega þegar haft er í huga að ekki er að sjá að borgarstjórn eða borgarráð, eða aðrir til þess bærir aðilar innan borgarkerfisins hafi vísað málinu til nefndarinnar. Þá er jafnframt óskað eftir að borgarlögmaður taki saman í svari sínu umfjöllun um hvaða stofnun er réttbær til að taka ákvörðun þegar vafi leikur á um almennt hæfi borgarfulltrúa,“ segir Sveinbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn Kristín Soffía Jónsdóttir hefur tekið sæti í borgarstjórn eftir dvöl erlendis í fæðingarorlofi. Samþykkt Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgarfulltrúi sem fer í leyfi fái samþykki borgarstjórnar áður en hann flytur lögheimili sitt. 19. október 2017 06:00 Mál borgarfulltrúa bíður fram yfir kosningar Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði í gærmorgun um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 24. október 2017 06:00 Borgarstjórn fær tvö álit á kjörgengi Kristínar Óskað hefur verið eftir áliti frá dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Logos lögmannsþjónustu um kjörgengi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur engan vafa leika á kjörgengi borgarfulltrúans. 6. nóvember 2017 06:00 Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi segir óskiljanlegt að umræða um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur fari fram á forsætisnefndarfundum borgarstjórnar en ekki á borgarstjórnarfundum. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið að vafi leiki á kjörgengi borgarfulltrúans og óskað hafi verið eftir lögfræðiálitum frá tveimur aðilum vegna þess. Sveinbjörg Birna spurðist fyrir um málið á borgarstjórnarfundi í fyrradag. „18. október 2017 birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem sagt var frá vafa um kjörgengi borgarfulltrúans Kristínar Soffíu Jónsdóttur, en deginum áður 17. október hafði hún setið fund borgarstjórnar. Ekkert var rætt um vafa á kjörgengi hennar í sal borgarstjórnar. Ekki er að sjá í fundargerðum forsætisnefndar að neinar umræður hafi farið þar fram um kjörgengi hennar og fyrst er að sjá það í fundargerð 23. október 2017,“ segir Sveinbjörg. Sveinbjörg segir að verkefni forsætisnefndar séu tiltekin í samþykkt hennar. „Ekki er hægt að sjá hvernig álitamál um kjörgengi sé komið inn á borð forsætisnefndar enda hvergi að sjá að því máli hafi verið vísað til hennar. Því er óskað eftir skriflegu svari frá borgarlögmanni um valdsvið forsætisnefndar til að fjalla um vafa um kjörgengi, sérstaklega þegar haft er í huga að ekki er að sjá að borgarstjórn eða borgarráð, eða aðrir til þess bærir aðilar innan borgarkerfisins hafi vísað málinu til nefndarinnar. Þá er jafnframt óskað eftir að borgarlögmaður taki saman í svari sínu umfjöllun um hvaða stofnun er réttbær til að taka ákvörðun þegar vafi leikur á um almennt hæfi borgarfulltrúa,“ segir Sveinbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn Kristín Soffía Jónsdóttir hefur tekið sæti í borgarstjórn eftir dvöl erlendis í fæðingarorlofi. Samþykkt Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgarfulltrúi sem fer í leyfi fái samþykki borgarstjórnar áður en hann flytur lögheimili sitt. 19. október 2017 06:00 Mál borgarfulltrúa bíður fram yfir kosningar Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði í gærmorgun um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 24. október 2017 06:00 Borgarstjórn fær tvö álit á kjörgengi Kristínar Óskað hefur verið eftir áliti frá dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Logos lögmannsþjónustu um kjörgengi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur engan vafa leika á kjörgengi borgarfulltrúans. 6. nóvember 2017 06:00 Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn Kristín Soffía Jónsdóttir hefur tekið sæti í borgarstjórn eftir dvöl erlendis í fæðingarorlofi. Samþykkt Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgarfulltrúi sem fer í leyfi fái samþykki borgarstjórnar áður en hann flytur lögheimili sitt. 19. október 2017 06:00
Mál borgarfulltrúa bíður fram yfir kosningar Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði í gærmorgun um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 24. október 2017 06:00
Borgarstjórn fær tvö álit á kjörgengi Kristínar Óskað hefur verið eftir áliti frá dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Logos lögmannsþjónustu um kjörgengi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur engan vafa leika á kjörgengi borgarfulltrúans. 6. nóvember 2017 06:00
Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra. 20. október 2017 06:00