Sýknaður af ákæru um skattsvik í vitnalausri aðalmeðferð: „Við teljum þetta augljóslega vera rangan dóm“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. nóvember 2017 21:45 Aðalmeðferð málsins fór fram í Vestmannaeyjum, aukaþingstað Héraðsdóms Suðurlands. Vísir/Pjetur Embætti héraðssaksóknara hefur áfrýjað sýknudómi yfir manni og tveimur fyrirtækjum hans vegna gruns um stórfelld brot á skattalögum. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafi verið áfrýjað og að það verði að öllum líkindum tekið fyrir á nýju ári, þegar millidómstig Landsréttar tekur til starfa. „Við teljum þetta augljóslega vera rangan dóm,“ sagði Björn í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn fyrr í mánuðinum vegna skorts á gögnum. Ákæran var til komin vegna vangreiðslu á virðisaukaskatti og staðgreiðslu launa sem námu samtals um 19 milljónum króna. Maðurinn neitaði sök þegar málið var þingfest og mætti síðan ekki þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í Vestmannaeyjum en hann hafði engin lögmæt forföll. Í dómnum kemur fram að „skv. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 88/2008 getur ákærandi lagt fyrir lögreglu að sækja ákærða eða færa hann síðar fyrir dóm með valdi ef þörf krefur, enda hafi ákærði ekki lögmæt forföll, en ekki kom fram neitt af því tagi.“ „Menn voru þarna komnir til Vestmannaeyja allir saman og ákærði ekki mættur, þannig að málið var klárað,“ segir Björn aðspurður út í það hvers vegna ákæruvaldið ákvað að færa manninn ekki fyrir dóm þrátt fyrir að hafa ekki lögmæt forföll.Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/AntonDró framburð sinn til bakaÍ skýrslugjöf hjá héraðssaksóknara kvaðst maðurinn sjálfur bera ábyrgð á skattskilum og fjármálastjórn beggja félaga sinna. Sá framburður var dreginn til baka síðar þegar maðurinn benti á tvo aðra menn og kvað ábyrgðina vera í þeirra höndum. Ákæruvaldið og verjandi sáu ekki ástæðu til að óska eftir framburði vitna við meðferð málsins í héraðsdómi. Á ákæruvaldinu hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Þrátt fyrir það var aðkoma þessara tveggja manna, sem ákærði benti á, ekki tekin fyrir við málsmeðferð „þó að tilefni hafi verið til,“ eins og fram kemur í dómnum. Björn segir að það hafi verið mat ákæruvaldsins að kalla ekki til vitni í aðalmeðferð málsins, staðreyndir þess lægju skýrt fyrir í gögnum málsins. „Það verður hægt að gera það fyrir Landsrétti þegar þar að kemur, ef það telst þörf á því.“ Segir í niðurstöðu dómsins: „Gegn neitun ákærða hefur því ekki verið færð fram sönnun um sekt ákærða sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum og verður hann því sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.“ Eins og áður segir hefur embætti héraðssaksóknara áfrýjað málinu og verður það að öllum líkindum tekið fyrir á nýju ári. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur áfrýjað sýknudómi yfir manni og tveimur fyrirtækjum hans vegna gruns um stórfelld brot á skattalögum. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafi verið áfrýjað og að það verði að öllum líkindum tekið fyrir á nýju ári, þegar millidómstig Landsréttar tekur til starfa. „Við teljum þetta augljóslega vera rangan dóm,“ sagði Björn í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn fyrr í mánuðinum vegna skorts á gögnum. Ákæran var til komin vegna vangreiðslu á virðisaukaskatti og staðgreiðslu launa sem námu samtals um 19 milljónum króna. Maðurinn neitaði sök þegar málið var þingfest og mætti síðan ekki þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í Vestmannaeyjum en hann hafði engin lögmæt forföll. Í dómnum kemur fram að „skv. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 88/2008 getur ákærandi lagt fyrir lögreglu að sækja ákærða eða færa hann síðar fyrir dóm með valdi ef þörf krefur, enda hafi ákærði ekki lögmæt forföll, en ekki kom fram neitt af því tagi.“ „Menn voru þarna komnir til Vestmannaeyja allir saman og ákærði ekki mættur, þannig að málið var klárað,“ segir Björn aðspurður út í það hvers vegna ákæruvaldið ákvað að færa manninn ekki fyrir dóm þrátt fyrir að hafa ekki lögmæt forföll.Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/AntonDró framburð sinn til bakaÍ skýrslugjöf hjá héraðssaksóknara kvaðst maðurinn sjálfur bera ábyrgð á skattskilum og fjármálastjórn beggja félaga sinna. Sá framburður var dreginn til baka síðar þegar maðurinn benti á tvo aðra menn og kvað ábyrgðina vera í þeirra höndum. Ákæruvaldið og verjandi sáu ekki ástæðu til að óska eftir framburði vitna við meðferð málsins í héraðsdómi. Á ákæruvaldinu hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Þrátt fyrir það var aðkoma þessara tveggja manna, sem ákærði benti á, ekki tekin fyrir við málsmeðferð „þó að tilefni hafi verið til,“ eins og fram kemur í dómnum. Björn segir að það hafi verið mat ákæruvaldsins að kalla ekki til vitni í aðalmeðferð málsins, staðreyndir þess lægju skýrt fyrir í gögnum málsins. „Það verður hægt að gera það fyrir Landsrétti þegar þar að kemur, ef það telst þörf á því.“ Segir í niðurstöðu dómsins: „Gegn neitun ákærða hefur því ekki verið færð fram sönnun um sekt ákærða sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum og verður hann því sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.“ Eins og áður segir hefur embætti héraðssaksóknara áfrýjað málinu og verður það að öllum líkindum tekið fyrir á nýju ári.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira