Sautjánda öldin grafin upp á Arnarstapa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Kevin Martin við fornleifauppgröftinn á Arnarstapa. Í dag verður mokað yfir minjarnar – í bili. vísir/vilhelm „Þetta er fyrsti fornleifauppgröfturinn á Íslandi sem beinist sérstaklega að minjum verslunar á sautjándu og átjándu öldinni,“ segir Kevin Martin sem stýrir uppgreftri á húsi á Arnarstapa sem ljóst þykir að sé frá því tímabili. Uppgröfturinn er hluti af doktorsverkefni Kevins við Háskóla Íslands. Það sama gildir um Jakob Orra Jónsson sem tekur þátt í verkinu með Kevin ásamt þeim Huldu Björk Guðmundsdóttur og Gylfa Birni Helgasyni. Dr. Gavin Lucas, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir verkefnið sem snýr að verslun á einokunartímabilinu og áhrifum verslunarinnar á íslenskt samfélag. Kevin segir uppgröftinn hafa gengið afar vel á mjög stuttum tíma. Hann hófst fyrir aðeins átta dögum og í dag er verið að ganga frá. Í ljós hafi komið veggir og gólf í húsi sem örugglega sé miklu stærra en svæðið sem grafið var upp að þessu sinni. Ýmsar minjar, til dæmis brot úr leirofni og skreyttum diskum, brot úr hollenskum reykjarpípum sem flestar voru smíðaðar á 17. öld, og glergripir, til dæmis vínglös, bendi til þess að húsið tengist velefnuðu fólki á þeirra tíma vísu. Það gæti hafa verið amtmaður eða kaupmaðurinn á þessum hluta Snæfellsnes. „Við áttum allt eins von á að staðurinn væri allur í graut eins og títt er um slíkar minjar en hann er algerlega óhreyfður og óspilltur aðeins um hálfan metra undir yfirborðinu,“ segir Kevin. Að sögn Kevins liggur nú fyrir að hylja svæðið aftur til að vernda það þar til næstu skref verða ákveðin. Uppgröfturinn hafi verið unninn með styrk frá Rannís en ekkert liggi fyrir um framhaldið. „Þetta er mjög spennandi og það væri eflaust eftir miklu að slægjast að halda áfram en til þess þarf fjármagn. Við munum skoða það síðar en eins og staðan er núna höfum við nægan efnivið til að ljúka við doktorsverkefnið. Það tekur því við hjá okkur núna í framhaldinu að vinna úr því sem þegar er komið í ljós,“ segir Kevin Martin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Þetta er fyrsti fornleifauppgröfturinn á Íslandi sem beinist sérstaklega að minjum verslunar á sautjándu og átjándu öldinni,“ segir Kevin Martin sem stýrir uppgreftri á húsi á Arnarstapa sem ljóst þykir að sé frá því tímabili. Uppgröfturinn er hluti af doktorsverkefni Kevins við Háskóla Íslands. Það sama gildir um Jakob Orra Jónsson sem tekur þátt í verkinu með Kevin ásamt þeim Huldu Björk Guðmundsdóttur og Gylfa Birni Helgasyni. Dr. Gavin Lucas, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir verkefnið sem snýr að verslun á einokunartímabilinu og áhrifum verslunarinnar á íslenskt samfélag. Kevin segir uppgröftinn hafa gengið afar vel á mjög stuttum tíma. Hann hófst fyrir aðeins átta dögum og í dag er verið að ganga frá. Í ljós hafi komið veggir og gólf í húsi sem örugglega sé miklu stærra en svæðið sem grafið var upp að þessu sinni. Ýmsar minjar, til dæmis brot úr leirofni og skreyttum diskum, brot úr hollenskum reykjarpípum sem flestar voru smíðaðar á 17. öld, og glergripir, til dæmis vínglös, bendi til þess að húsið tengist velefnuðu fólki á þeirra tíma vísu. Það gæti hafa verið amtmaður eða kaupmaðurinn á þessum hluta Snæfellsnes. „Við áttum allt eins von á að staðurinn væri allur í graut eins og títt er um slíkar minjar en hann er algerlega óhreyfður og óspilltur aðeins um hálfan metra undir yfirborðinu,“ segir Kevin. Að sögn Kevins liggur nú fyrir að hylja svæðið aftur til að vernda það þar til næstu skref verða ákveðin. Uppgröfturinn hafi verið unninn með styrk frá Rannís en ekkert liggi fyrir um framhaldið. „Þetta er mjög spennandi og það væri eflaust eftir miklu að slægjast að halda áfram en til þess þarf fjármagn. Við munum skoða það síðar en eins og staðan er núna höfum við nægan efnivið til að ljúka við doktorsverkefnið. Það tekur því við hjá okkur núna í framhaldinu að vinna úr því sem þegar er komið í ljós,“ segir Kevin Martin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira