Hik Sjálfstæðismanna kom Þorsteini mikið á óvart Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2017 19:30 Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi. Þverpólítísk sáttanefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem skipuð var af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera í maí síðastliðnum átti að skila tillögum í formi lagafrumvarps fyrir 1. desember á þessu ári. Í greinargerð um starf nefndarinnar upplýsir Þorsteinn Pálsson formaður nefndarinnar að þverpólitísk samstaða hafi myndast í nefndinni um gjaldtöku sem grundvallaðist á tímabundnum afnotum veiðiréttar. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um þetta nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerðinni segir: „Á fundi nefndarinnar 6. september síðastliðinn ítrekaði ég þá skoðun mína að mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi leit að lausn væri samstaða um að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot auðlindarinnar. Á það gátu allir flokkar fallist nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki var tilbúinn til þess að svo komnu máli.“Tilgangslítið að halda tilraunum áfram Þorsteinn segist hafa greint ráðherra frá því strax í september að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags á meðan Sjálfstæðisflokkurinn opnaði ekki á lausn á grundvelli veiðigjalda fyrir tímabundin afnot. Ein birtingarmynd veiðigjalds fyrir tímabundin afnot eru svokallaðir nýtingarsamningar. „Það kom mér mjög á óvart. Ég taldi þetta algjöra forsendu fyrir því að halda áfram því að aðeins með þessu móti er hægt að ná þessu tvíþætta markmiði að lagareglurnar endurspegli þjóðareignina og að þær stuðli að því að veiðarnar verði þjóðhagslega hagkvæmar,“ segir Þorsteinn. Hann segir að í ljósi sögunnar hafi „hik“ Sjálfstæðismanna komið á óvart. „Það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki vera tilbúnir að fallast á þetta því þetta sjónarmið kemur strax fram í áliti auðlindanefndar frá árinu 2000 og Sjálfstæðisflokkurinn féllst á þetta í stjórnarsáttmála árið 2013. Þess vegna kom það virkilega á óvart að það væri eitthvað hik á mönnum núna að viðurkenna þetta,“ segir Þorsteinn. Teitur Björn Einarsson var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann furðar sig á uppleggi Þorsteins Pálssonar og segist telja að það sé gert í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar.visir/ernirFurðar sig á uppleggi Þorsteins Teitur Björn Einarsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segist furða sig á því að Þorsteinn stilli málum upp með þessum hætti. Hann telur Þorstein gera það í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar. „Þegar þetta var til umfjöllunar í nefndinni gerði ég skýran fyrirvara um að ég teldi að nefndin væri engan hátt á þeim stað í sinni vinnu að geta afgreitt jafn víðtækt og flókið álitaefni án efnislegrar umfjöllunar eða rökstuðnings eins og raunin var í nefndinni,“ segir Teitur. Útgerðarfyrirtækin hafa barist gegn tilraunum til að breyta lögum um stjórn fiskveiða og hafa viljað standa vörð um kerfið í óbreyttri mynd en hafa samhliða þessu kallað eftir sátt um kerfið. Veiðiheimildir eru ekki varanleg réttindi. Þannig segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þá takmarka lög um samningsveð beinar veðsetningar aflaheimilda. Aflaheimildirnar verða að vera festar við skip og verður skipið að vera andlag veðsetningar. Undirstrikar þetta þá staðreynd að veiðiheimildir eru ekki bein eignarréttindi.Þú telur að það sé einhver vafi á því að löggjafinn geti breytt lögum um stjórn fiskveiða og tekið upp nýtingarsamninga? „Ég held að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði að leggja slíkt til og nefndin var á engan hátt komin á þann stað í sinni vinni að leggja jafn víðtækt álitaefni til grundvallar þeim hugmyndum sem voru uppi,“ Teitur Björn Einarsson. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi. Þverpólítísk sáttanefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem skipuð var af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera í maí síðastliðnum átti að skila tillögum í formi lagafrumvarps fyrir 1. desember á þessu ári. Í greinargerð um starf nefndarinnar upplýsir Þorsteinn Pálsson formaður nefndarinnar að þverpólitísk samstaða hafi myndast í nefndinni um gjaldtöku sem grundvallaðist á tímabundnum afnotum veiðiréttar. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um þetta nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerðinni segir: „Á fundi nefndarinnar 6. september síðastliðinn ítrekaði ég þá skoðun mína að mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi leit að lausn væri samstaða um að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot auðlindarinnar. Á það gátu allir flokkar fallist nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki var tilbúinn til þess að svo komnu máli.“Tilgangslítið að halda tilraunum áfram Þorsteinn segist hafa greint ráðherra frá því strax í september að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags á meðan Sjálfstæðisflokkurinn opnaði ekki á lausn á grundvelli veiðigjalda fyrir tímabundin afnot. Ein birtingarmynd veiðigjalds fyrir tímabundin afnot eru svokallaðir nýtingarsamningar. „Það kom mér mjög á óvart. Ég taldi þetta algjöra forsendu fyrir því að halda áfram því að aðeins með þessu móti er hægt að ná þessu tvíþætta markmiði að lagareglurnar endurspegli þjóðareignina og að þær stuðli að því að veiðarnar verði þjóðhagslega hagkvæmar,“ segir Þorsteinn. Hann segir að í ljósi sögunnar hafi „hik“ Sjálfstæðismanna komið á óvart. „Það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki vera tilbúnir að fallast á þetta því þetta sjónarmið kemur strax fram í áliti auðlindanefndar frá árinu 2000 og Sjálfstæðisflokkurinn féllst á þetta í stjórnarsáttmála árið 2013. Þess vegna kom það virkilega á óvart að það væri eitthvað hik á mönnum núna að viðurkenna þetta,“ segir Þorsteinn. Teitur Björn Einarsson var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann furðar sig á uppleggi Þorsteins Pálssonar og segist telja að það sé gert í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar.visir/ernirFurðar sig á uppleggi Þorsteins Teitur Björn Einarsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segist furða sig á því að Þorsteinn stilli málum upp með þessum hætti. Hann telur Þorstein gera það í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar. „Þegar þetta var til umfjöllunar í nefndinni gerði ég skýran fyrirvara um að ég teldi að nefndin væri engan hátt á þeim stað í sinni vinnu að geta afgreitt jafn víðtækt og flókið álitaefni án efnislegrar umfjöllunar eða rökstuðnings eins og raunin var í nefndinni,“ segir Teitur. Útgerðarfyrirtækin hafa barist gegn tilraunum til að breyta lögum um stjórn fiskveiða og hafa viljað standa vörð um kerfið í óbreyttri mynd en hafa samhliða þessu kallað eftir sátt um kerfið. Veiðiheimildir eru ekki varanleg réttindi. Þannig segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þá takmarka lög um samningsveð beinar veðsetningar aflaheimilda. Aflaheimildirnar verða að vera festar við skip og verður skipið að vera andlag veðsetningar. Undirstrikar þetta þá staðreynd að veiðiheimildir eru ekki bein eignarréttindi.Þú telur að það sé einhver vafi á því að löggjafinn geti breytt lögum um stjórn fiskveiða og tekið upp nýtingarsamninga? „Ég held að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði að leggja slíkt til og nefndin var á engan hátt komin á þann stað í sinni vinni að leggja jafn víðtækt álitaefni til grundvallar þeim hugmyndum sem voru uppi,“ Teitur Björn Einarsson.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira